fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Eldræða keníska sendiherrans gegn Rússlandi fer mikinn á netinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 07:00

Martin Kimani. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt þriðjudags var boðað til skyndifundar í öryggisráði SÞ vegna Úkraínudeilunnar og ákvörðunar rússneskra yfirvalda um að viðurkenna Luhansk og Donetsk sem sjálfstæð ríki en þetta eru héruð í austurhluta Úkraínu. Á fundinum tók Martin Kimani , sendiherra Kenía hjá Sameinuðu þjóðunum, til máls og er óhætt að segja að ræða hans hafi vakið mikla athygli enda sannkölluð eldræða.

Í um fimm mínútna ræðu hvatti hann Rússa til að ráðast ekki inn í Úkraínu og líkti málinu við nýlendutímann í Afríku og hvernig ríkin í álfunni tókust á við sjálfstæði í kjölfar brotthvarfs nýlenduþjóðanna.

Ræðan vakti mikla athygli og hefur verið mikið dreift á samfélagsmiðlum.

„Kenía og næstum öll Afríkuríki urðu til við hrun heimsveldanna. Við drógum ekki upp landamærin okkar. Þau voru dregin upp í fjarlægum höfuðborgum eins og Lundúnum, París og Lissabon án þess að nokkuð væri hugsað um gömlu þjóðirnar sem þau skildu að,“ sagði hann og vísaði þar til raka Rússa um að þeir eigi kröfu á yfirráðum yfir hlutum af úkraínsku landsvæði.

Úkraína varð til 1991 sem frjálst land eftir hrun Sovétríkjanna. Sögulega séð hefur landið verið meira og minna sjálfstætt, hluti af Rússlandi og öðrum löndum, til dæmis Póllandi. Kimani benti á að Afríkuríkin hafi valið að „sætta okkur við þau landamæri sem við erfðum“ ólíkt Rússlandi.

„Ef við hefðum valið að mynda ríki út frá þjóðerni, kynþætti eða trúarbrögðum, þegar við urðum sjálfstæða á nýjan leik, hefði það leitt til blóðugra styrjalda áratugum saman. Þess í stað ákváðum við að horfa fram á veginn,“ sagði hann.

Hann sagði rétt að sú staða geti komið upp að tveir þjóðernishópar, sem eitt sinn voru einn, finni fyrir þörf til að sameinast þrátt fyrir að landamæri skilji þá að. En hann varaði eindregið við að það sé gert með valdbeitingu. „Það er eðlilegt og skiljanlegt. Hver vill ekki sameinast upphafi sínu á nýjan leik og finna sameiginlegan tilgang með því? En við verðum að ljúka upprisu okkar frá leifum dauðra heimsvelda á þann veg að það sendi okkur ekki aftur í nýja tíma yfirráða og kúgunar,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni