fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

„Eitt versta dæmið og sannarlega það stærsta um fjármálaafglöp“ segir Dagur um ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 08:00

Dagur B Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2006 seldu Reykjavíkurborg og Akureyrarbær ríkinu hluti sína í Landsvirkjun. Borgin fékk rúmlega 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær rúmlega 3 milljarða. Ekki var um beinar greiðslur að ræða því þær voru inntar af hendi í formi lífeyrisskuldbindinga. Sjálfstæðismenn voru við stjórnvölinn í Reykjavík og á Akureyri þegar samið var um söluna. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að salan hafi verið hneyksli og það sama segir bæjarfulltrúi á Akureyri sem greiddi atkvæði gegn henni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Degi að ríflega tvöföldun hagnaðar Landsvirkjunar á milli ára undirstriki að salan á hlut borgarinnar hafi verið hneyksli.

Landsvirkjun hagnaðist um 30 milljarða á síðasta ári og lagt er til að 15 milljarðar verði greiddir í arð. Ef borgin ætti enn sinn hlut í virkjuninni fengi hún 6-7 milljarða í sinn hlut en hún átti 44,5% hlut í fyrirtækinu. Akureyrarbær átti 5,5% og hefði því fengið um 750 milljónir í sinn hlut.

„Sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á 46 prósenta hluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var algert hneyksli. Verðið var allt of lágt,” er haft eftir Degi sem sagðist hafa gagnrýnt söluna harðlega á sínum tíma og nú sé öllum ljóst að sú gagnrýni hafi verið réttmæt. „Borgin fékk innan við 30 milljarða í sinn hlut fyrir Landsvirkjun á sínum tíma sem er mörg hundruð milljarða virði,“ er haft eftir honum.

„Þetta er eitt versta dæmið og sannarlega það stærsta um fjármálaafglöp á sveitarstjórnarstigi á Íslandi,“ sagði hann einnig og bætti við að Sjálfstæðisflokknum bæri skylda til að gera málið upp og biðjast afsökunar.

Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-listans á Akureyri, var eini bæjarfulltrúinn sem greiddi atkvæði gegn sölunni á sínum tíma. Hann segir að salan hafi verið dýrustu mistökin í stjórnun Akureyrarbæjar frá upphafi.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris