fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ásthildur Bára gengur til liðs við SalesCloud

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 13:32

Ásthildur Bára Jensdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjártæknifyrirtækið SalesCloud hefur ráðið Ásthildi Báru Jensdóttur til að gegna stöðu markaðstjóra fyrirtækisins. Ásthildur hefur mikla reynslu af markaðs- og viðburðamálum og hefur til að mynda unnið fyrir veitingastaðina Sushi Social, Sæta svínið, Tapasbarinn, Fjallkonuna og Apótekið. Eins sá hún um rekstur Bankastræti club og hefur einnig unnið sem markaðsráðgjafi fyrir staðinn.

„Það er ögrandi að fá tækifæri til að taka þátt í þeim uppvexti sem er að eiga sér stað og kemur til með að aukast hjá SalesCloud á næstu árum. Ég hef fylgst með fyrirtækinu í dágóðan tíma og nýtt mér lausnir þess, bæði sem viðskiptavinur og neytandi. Það er í mörg horn að líta í nýju starfi enda ógrynni tækifæra til að grípa og fara vel með,“ segir Ásthildur Bára Jensdóttir markaðsstjóri SalesCloud.

SalesCloud tryggði sér fyrr í mánuðinum yfir 500 milljóna króna fjármögnun frá SaltPay og hópi íslenskra fjárfesta. Fyrirtækið býður upp á lausnir sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu, með öflugu sölukerfi í skýinu, sem hefur innbyggðar lausnir á borð við kassakerfi, bókanir og sjálfsafgreiðslu – svo eitthvað sé nefnt.

„Við fáum Ásthildi inn til okkar á hárréttum tíma og hún er strax farin að láta til sín taka. Reynsla hennar úr veitingabransanum kemur sér mjög vel, enda er stór hluti viðskiptavina okkar fyrirtæki í veitingarekstri og kunnátta hennar innan geirans, bæði þegar kemur að rekstri og markaðsmálum verulega dýrmæt. Með fyrstu verkefnum Ásthildar verður að efla Yess markaðstorgið enn frekar og það á eftir að koma sér vel fyrir bæði viðskiptavini okkar og neytendur,“ segir Helgi Andri Jónsson forstjóri SalesCloud.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast