fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Þorgerður svarar gagnrýninni – „Ég hef sett salt í ósköp viðkvæmt sár“

Eyjan
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, fór hörðum orðum um vinstri menn í grein í Morgunblaðinu í gær.

Tilefni skrifa hennar voru þættirnir Verbúðin þar sem fjallað er um árdaga kvótakerfisins. Þar rifjaði Þorgerður upp að þegar kvótinn var gerður ótímabundinn á sínum tíma hafi Alþýðubandalagið verið við völd og hafi ákveðið að það væri mikilvægara að vera í ríkisstjórn en að leggjast gegn fyrirkomulaginu.

Í dag séu Vinstri Grænir að spila sama leik og hafi fórnað harðri andstöðu sinni við kvótakerfið til að geta verið í ríkisstjórn.

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna svaraði skrifum Þorgerðar í harðorðri grein í dag og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, sagði í samtali við RÚV í gær að ummæli Þorgerðar stæðust ekki skoðun.

„Ég er ekki viss um að þessi orð formanns Viðreisnar eldist vel. Það er auðvitað þannig þegar við skoðum þann árangur sem við Vinstri græn höfum náð í þessu stjórnarsamstarfi hingað til, þá standast þessi orð enga skoðun.“

Sjá einnig: Argur Steingrímur svarar fyrir sig og segir Þorgerði Katrínu nýta sér vinsældir Verbúðarinnar – „Spark­ar í lát­inn fé­laga minn og vin“

Þorgerður hefur nú svarað þeim Katrínu og Steingrími og segir greinilegt að orð hennar hafi farið fyrir brjóstið á þeim.

„Viðbrögð Steingríms J. í Mogganum í dag og Katrínar Jakobsdóttur á RÚV í gær við grein minni um Verbúðina og Vinstri græn sýna glögglega að ég hef sett salt í ósköp viðkvæmt sár! 

Ég vona hins vegar sannanlega að Katrín hafi rétt fyrir sér. Að orð mín munu ekki eldast vel. En aðeins tíminn – og verk VG í ríkisstjórninni mun leiða það í ljós. Síðustu ár gefa þó ekki tilefni til bjartsýni.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund