fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Egill Þór Jónsson gefur kost á sér í 6. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Eyjan
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 14:20

Egill Þór Jónsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 6.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri sem haldið verður 18. og 19. mars næstkomandi, fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vod.

Egill Þór hefur verið í veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar en er nú í læknismeðferð. Stefnir hann á að koma til baka úr veikindaleyfi á haustmánuðum.

Egill Þór Jónsson er Breiðhyltingur og hefur búið þar alla sína tíð. Hann gekk í Hólabrekkuskóla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti áður en hann hóf nám í félagsfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þar árið 2015. Á háskólaárunum var Egill Þór meðal annars formaður Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta auk annarra félagsstarfa.

Fljótlega eftir útskrift hóf Egill Þór störf hjá Reykjavíkurborg við velferðartengd störf og starfaði lengi við málefni fatlaðs fólks áður en hann tók 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Á kjörtímabilinu hefur Egill Þór setið til að mynda í velferðarráði, umhverfis- og heilbrigðisráði, hverfisráði Breiðholts og aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks.

Egill Þór Jónsson er í sambúð með Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson ljósmóður og varaborgarfulltrúa, og eiga þau saman börnin Aron Trausta og Sigurdísi.

Borgarpólitíkin þarf að öðlast virðingu á ný. Síðustu ár hefur Reykjavíkurborg og borgarstjórn mælst lægst í öllum könnunum er varða traust ef miðað er við allar stofnanir samfélagsins.

Áhyggjuefnum er varða borgina fer því miður ört fjölgandi. Skuldir vaxa, húsnæðis- og lóðaskortur er orðinn langvarandi, fólki er gert erfiðara að komast á milli staða, viðhaldi á eignum borginnar er ábótavant, grænum svæðum fækkar, loforð um leikskólaþjónustu standast ekki, flótti fyrirtækja og stofnanna úr borginni er of mikill og forræðishyggja er ríkjandi.

Allt eru þetta heimatilbúin vandamál sem þau sem nú eru við stjórnvölin kannast ekki við. En fyrsta skref í átt að lausn að vandamálum að viðurkenna vandann.

Því tel ég afar mikilvægt að hleypa að ferskum vindum í stjórn borgarinnar því áðurnefnd vandamál fara aðeins vaxandi dag frá degi og engin lausn er í sjónmáli.

Lausnir liggja fyrir og höfum við Sjálfstæðismenn ítrekað lagt þær fram á kjörtímabilinu en lausnir við vandamálum annað hvort verið felldar eða kæfðar í nefndarstarfi og starfshópum. Þessu þarf að breyta strax“.

 

Tilkynning á facebook: https://www.facebook.com/egillj1/posts/10159441771038930

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum