fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna þiggur boð um fund með rússneska utanríkisráðherranum – Setur eitt skilyrði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. febrúar 2022 08:00

Blinken og Lavrov þegar þeir hittust í janúar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fallist á boð Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um að þeir fundi í lok næstu viku. Blinken setur þó eitt ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir að mæta til fundarins.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Blinken hafi gert Rússum ljóst að hann mæti ekki til fundarins ef Rússar ráðast á Úkraínu.

Unnið er að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að Rússar ráðist á Úkraínu en sérfræðingar telja þá búna að koma sér upp nægilega miklu herliði við úkraínsku landamærin til að geta gert innrás á hverri stundu.

Rússar hafa krafist ákveðinna öryggistrygginga frá Vesturlöndum. Þeir vilja að NATO lýsi því yfir að Úkraína fái aldrei að ganga í varnarbandalagið. Þetta vilja Vesturlönd ekki fallast á og benda á að Úkraína sé fullvalda ríki sem ráði sjálft för hvað þetta varðar. Það eina sem Vesturlönd vilja ræða um við Rússa eru takmarkanir á vopnabúnaði og hvernig sé hægt að byggja upp samband á milli deiluaðila.

Ráðamenn í Kreml segja ótta Vesturlanda við innrás í Úkraínu jaðra við móðursýki en Vesturlönd standa fast á sínu og í gær sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, að Rússar gætu nú verið að reyna að finna átyllu til innrásar. Hann sagði ástæðu til að ætla að þeir væru nú að sviðsetja atburðarás sem veiti þeim átyllu til innrásar.

Blinken tók undir þessi orð Biden og sagði að hér gæti til dæmis verið um svokallaða hryðjuverkaárás að ræða í Rússlandi þar sem sprengja verður sprengd, þeir segist hafa fundið fjöldagröf, sviðsetji árás með drónum á almenna borgara eða sviðsetji árás með efnavopnum þar sem þeir beiti í raun efnavopnum. Hann sagði einnig að þeir muni þá hugsanlega segja að um þjóðarmorð sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar