fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Vilhjálmur telur brögð vera í tafli – „Ég finn „skítalyktina“ af þessu máli langar leiðir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur brögð í tafli hjá Eflingu og Starfsgreinasambandinu og að nú sé verið að reyna að útiloka Sólveigu Önnu Jónsdóttur og lista hennar frá því að ná áhrifum innan Starfsgreinasambands Íslands.

Sólveig Anna Jónsdóttir var á dögunum endurkjörin sem formaður Eflingar með sannfærandi kosningu þar sem hún hlaut rúmlega helming greiddra atkvæða ásamt Baráttulistanum, en tveir aðrir listar voru einnig í framboði.

Sólveig og ný stjórn tekur formlega við á aðalfundi Eflingar sem stendur til að halda í kringum páskahelgina sem hefst á skírdag 14. apríl. Sólveig hefur lýst því yfir að eðlilegt væri að flýta fundinum svo ný stjórn geti komið að því að móta stefnuna við komandi kjaraviðræður. Sitjandi varaformaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir hefur þó lýst því yfir að hún sjái enga þörf á að flýta fundinum og telur það þar að auki ekki heimilt samkvæmt lögum Eflingar sem aðeins veiti heimild fyrir því að flýta aðalfundi ef brýna nauðsyn beri til. Þetta kom fram í frétt Vísis í dag.

Algjörlega með ólíkindum

Vilhjálmur vekur athygli á þessu á Facebook en hann telur það skýrt að brýn nauðsyn sé á að flýt aðalfundi enda hafi nú félagsmenn Eflingar kosið um hver eigi að fara þar með forystu.

„Þetta er algjörlega með ólíkindum en nú er greinilegt að sú forysta sem tapaði í kosningunum gegn Sólveigu Önnu og hennar fólki á Baráttulistanum ætlar að leggja stein í götu þeirra og hunsa lýðræðislegan vilja meirihluta félagsmanna Eflingar.“

Vilhjálmur segir mikilvægt að allir viti það að trúnaðarráð Eflingar hafi fundað 12. nóvember, í kjölfar þess að Sólveig steig til hliðar sem formaður, og ákveðið þar að flýta stjórnarkjöri sem og aðalfundi.  Á þeim fundi hafi verið ákveðið að aðalfundur ætti ekki að verða síðar en 15. mars.

Vilhjálmur telur Ólöfu Helgu fara með rangt mál – vissulega sé brýn nauðsyn nú til staðar enda hafi félagsmenn Eflingar valið sér formann með lýðræðislegum hætti, og til hvers að flýta kosningu um formann en ekki aðalfundinum?

Útiloka Sólveigu og Baráttulistann frá áhrifum

Telur Vilhjálmur að svarið megi finna í væntanlegu þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) sem verður haldið í lok mars. Þar eigi meðal annars að kjósa formann SGS, varaformann og fulltrúa í framkvæmdastjórn.

„En Efling á 60 þingfulltrúa á þessu þingi af 135 þingfulltrúum eða 44,4% þingfulltrúa og því vilja aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar halda Sólveigu eins lengi frá stjórnartaumunum og hægt er m.a. til að tryggja að áherslur Baráttulistans nái ekki fram á þingi SGS.“

Rétt að upplýsa verkafólk vítt og breitt um landið

Vilhjálmur telur líklegt að margir fari nú að velta því fyrir sér hvað hann sé að skipta sér að málinu.

„Ugglaust spyrja sumir hvað ég sé að skipta mér af þessu, svarið við því er að ég sé að verið er að reyna að hafa áhrif komandi á þing SGS með því að halda Sólveigu og hennar fólki frá því að taka við stjórnartaumunum. Á Þeirri forsendu er rétt að upplýsa verkafólk vítt og breitt um landið hvað sé þarna í gangi enda skiptir miklu máli hvernig hinar ýmsu kosningar fara fram á umræddu þingi.“

Skítalykt og skítataktík

Vilhjálmur treystir því þó að Sólveig Anna muni beita sér að hörku í þessu máli enda sé það mikilvægt að skipta um forystu bæði innan SGS sem og ASÍ.

„Ég er búinn að vera það lengi í þessari verkalýðshreyfingu að ég finn „skítalyktina“ af þessu máli langar leiðir. Ég veit að Sólveig Anna og hennar fólk mun ekki láta þessa „skítataktík“ slá sig útaf laginu, enda liggur fyrir lögmætti þess að halda aukaaðalfund til að hún geti tekið við og byrjað að vinna að þeim umbótarverkefnum sem hún telur nauðsynlegar.

Eitt af þessum verkefnum að mínum dómi er að skipta þurfi um æðstu forystu innan SGS sem og ASÍ!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund