fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Helgi Áss stefnir á sæti í borgarstjórn – Vill skera niður í yfirbyggingu borgarinnar

Eyjan
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 15:30

Helgi Áss Grétarsson mynd/Kristinn Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Prófkjör flokksins fer fram í mars næstkomandi.

Óhætt er að segja að Helgi Áss hafi vakið talsverða athygli undanfarið hálfa ári eða svo fyrir háværa gagnrýni sína á yfirstandandi metoo-bylgju og hina svokölluðu slaufunarmenningur sem henni fylgir. Meðal annars kom hann tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni til varnar í grein sem vakti mikla athyglo.

Sjá einnig: Helgi Áss er Ingó Veðurguð

Helgi tilkynnti um framboð sitt í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið en þar kemur fram að stefnumál hans séu þríþætt. Að styrkja fjár­mála­stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar, að út­færslu borg­ar­línu verði breytt og að vel­ferðar­kerfið verði eflt.

Hann telur að yfirbygging Reykjavíkurborgar sé allt of mikil og vill hann ráðast í niðurskurð.

„Draga þarf úr um­svif­um borg­ar­inn­ar sem lúta ekki að skyldu­verk­efn­um henn­ar. Lækka þarf skuld­ir svo að greiðslur vaxta og af­borg­ana séu ekki jafn­hátt hlut­fall af út­gjöld­um borg­ar­inn­ar eins og raun ber vitni í dag,“ segir hann og telur að sóun fylgi opinberum framkvæmdum sem mislukkast.

„Kjörn­ir full­trú­ar eiga að tryggja fag­lega ferla til að koma í veg fyr­ir slíkt og fylgja þeim ferl­um eft­ir. Á þetta atriði vil ég leggja sér­staka áherslu,“ skrifar Helgi Áss.

Þá er ekki hrifinn af þeirri útfærslu á Borgarlínu sem er á teikniborðinu: „Eft­ir að hafa dval­ist lang­dvöl­um í stórri evr­ópskri borg er ég sann­færður um mik­il­vægi góðra al­menn­ings­sam­gangna. Á hinn bóg­inn tel ég að nú­ver­andi út­færsla á borg­ar­línu sé of dýr og ólík­leg til að ná þeim mark­miðum sem að er stefnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris