Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Prófkjör flokksins fer fram í mars næstkomandi.
Óhætt er að segja að Helgi Áss hafi vakið talsverða athygli undanfarið hálfa ári eða svo fyrir háværa gagnrýni sína á yfirstandandi metoo-bylgju og hina svokölluðu slaufunarmenningur sem henni fylgir. Meðal annars kom hann tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni til varnar í grein sem vakti mikla athyglo.
Sjá einnig: Helgi Áss er Ingó Veðurguð
Helgi tilkynnti um framboð sitt í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið en þar kemur fram að stefnumál hans séu þríþætt. Að styrkja fjármálastjórn Reykjavíkurborgar, að útfærslu borgarlínu verði breytt og að velferðarkerfið verði eflt.
Hann telur að yfirbygging Reykjavíkurborgar sé allt of mikil og vill hann ráðast í niðurskurð.
„Draga þarf úr umsvifum borgarinnar sem lúta ekki að skylduverkefnum hennar. Lækka þarf skuldir svo að greiðslur vaxta og afborgana séu ekki jafnhátt hlutfall af útgjöldum borgarinnar eins og raun ber vitni í dag,“ segir hann og telur að sóun fylgi opinberum framkvæmdum sem mislukkast.
„Kjörnir fulltrúar eiga að tryggja faglega ferla til að koma í veg fyrir slíkt og fylgja þeim ferlum eftir. Á þetta atriði vil ég leggja sérstaka áherslu,“ skrifar Helgi Áss.
Þá er ekki hrifinn af þeirri útfærslu á Borgarlínu sem er á teikniborðinu: „Eftir að hafa dvalist langdvölum í stórri evrópskri borg er ég sannfærður um mikilvægi góðra almenningssamgangna. Á hinn bóginn tel ég að núverandi útfærsla á borgarlínu sé of dýr og ólíkleg til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt.“