fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Hvað þarf Pútín að hafa í huga varðandi ákvörðun um árás á Úkraínu?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 07:00

Vladímír Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sem tekur ákvörðun um hvort rússneski herinn ræðst á Úkraínu. Heimsbyggðin veltir fyrir sér þessa dagana hvað Pútín hyggst gera. Er hann búinn að taka ákvörðun? Það veit kannski enginn nema hann og nánustu samstarfsmenn hans.

En hvað skyldi bærast í huga Pútín þegar hann tekur ákvörðun um hvort ráðist verður á Úkraínu? Nýlega var reynt að varpa ljósi á þetta í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins um málið.

Þar kemur meðal annars fram að Pútín hljóti að velta fyrir sér hversu nálægt Rússlandi hersveitir NATO eru komnar en frá lokum kalda stríðsins hafa 14 ný ríki gengið til liðs við bandalagið. Mörg þeirra eru í Austur-Evrópu. Hersveitir NATO eru því komnar mjög nálægt Rússland og ógna öryggi Rússlands að mati rússneskra yfirvalda. Þau sendu Vesturlöndum og NATO bréf í desember þar sem farið var fram á ákveðnar tryggingar varðandi öryggi Rússlands. Meðal krafnanna, sem settar voru fram, er að Úkraína fái aldrei aðild að NATO og að herafli NATO hverfi á brott frá nokkrum NATO-ríkjum í Austur-Evrópu.

En hvað ætlar Pútín að gera við allt þetta herlið sem hann hefur sent að úkraínsku landamærunum? Þangað er búið að stefna rúmlega 100.000 hermönnum, miklu magni vopna og búnaðar. Leiðtogar á Vesturlöndum segja að Rússar séu nú með svo mikið herlið við úkraínsku landamærin að þeir geti ráðist á landið hvenær sem er. Pútín segir að engin áætlun sé til um árás á Úkraínu en hann hefur hins vegar ekki útskýrt af hverju er búið að stefna svona miklum herafla að landamærunum.

Hvað varðar hernaðarlegan kostnað við árás á Úkraínu þá er ljóst að rússneski herinn er miklu stærri og öflugri en sá úkraínski. Hann mun væntanlega geta hernumið allt landið eða hluta þess á skömmum tíma. En úkraínski herinn er miklu betur búin núna en þegar Rússar hernámu Krím 2014. Úkraínumenn hafa fengið vestræn flugskeyti sem er hægt að nota gegn skriðdrekum, flugvélum og þyrlum. Rússneski herinn verður að reikna með miklu tjóni, bæði manntjóni og eignatjóni ef til innrásar kemur. Margir Úkraínumenn hafa öðlast mikla bardagareynslu síðustu árin í átökunum í þeim tveimur héruðum sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu í austurhluta landsins. Þeir geta væntanlega myndað andspyrnuhreyfingu ef Úkraína verður hernumin og haldið uppi langvinnum átökum við Rússa.

Hvað varðar efnahagslegu hliðina þá hafa Vesturlönd hótað Rússum hörðum refsiaðgerðum ef þeir ráðast á Úkraínu. Þær refsiaðgerðir sem Vesturlönd hafa beitt Rússa síðustu árin vegna hernáms Krímskaga hafa valdið þeim vandræðum en hafa ekki lamað rússneskt samfélag. Ekki er víst að Pútín trúi að Vesturlönd grípi til harðra refsiaðgerða því hann veit að ríki í Vestur-Evrópu eru háð olíu og gasi frá Rússlandi.

Ef Rússar ráðast á Úkraínu munu þeir einangrast mjög á pólitíska sviðinu. Vesturlönd munu slíta nær öllum pólitískum samskiptum við þá sem og samvinnu. Orðspor Rússa á alþjóðavettvangi mun einnig bíða mikinn hnekki. Þess utan verður stríð gegn Úkraínu ekki vinsælt með rússnesks almennings því margir líta á Úkraínumenn sem bræðraþjóð. Þá mun mikið mannfall rússneskra hermanna og fjöldi særðra ekki verða til að auka vinsældir leiðtoga landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund