fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Íbúar Blönduóss og Húnavatnshrepps kjósa um sameiningu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 15:53

Frá Blönduósi. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. febrúar næstkomandi verður bindandi íbúakosning á Blönduósi og í Húnavatnshreppi um sameiningu sveitarfélaganna. Ef íbúar kjósa með sameiningu munu sveitarfélögin bjóða fram sameinuð í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í vor.

„Það fóru af stað stórar samningaviðræður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2019-20 en tvö sveitarfélag höfnuðu sameiningu, Skagabyggð og Skagaströnd. Húnavatnshreppur fór í skoðanakönnum í tengslum við alþingiskosningarnar síðustu og reyndust 65% íbúa hlynntir sameiningarviðræðum þessara tveggja sveitarfélaga. Þá fóru samningaviðræður af stað um sameiningu Blönduóss og Húnavatnshrepps,“ Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri Blönduóssbæjar.

„Þetta er úrslitastund. Ef sameiningin verður samþykkt þá verður boðið fram sameiginlega fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí,“ segir Valdimar ennfremur en hann er hlynntur sameiningu og talar fyrir henni þó að með því sé hann að vinna að því að starf hans verði lagt niður. „Ég er hlynntur sameiningu sveitarfélaganna, þetta er partur af því að ná utan um rekstur þeirra og það sem sveitarfélög eru að gera, að þetta séu stærri og öflugri einingar. Þetta er óumflýjanleg þróun,“ segir sveitarstjórinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings