Ef marka má orð Wallace þá eru Vesturlönd að gera sömu mistök með Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og þau gerðu varðandi Adolf Hitler í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar.
Í viðtalinu varar hann við því að of vægt sé tekið á liðssöfnun Rússa við úkraínsku landamærin. Hann líkir stöðunni við þá eftirgjöf sem átti sér stað gagnvart þýskum nasistum á fjórða áratugnum.
Hann segir að Pútín geti látið til skara skríða hvenær sem er og gefur í skyn, án þess að nefna nokkur nöfn, að sum ríki gangi ekki fram af nægilegri festu gagnvart Pútín.
„Það getur vel verið að hann (Pútín, innsk. blaðamanns) drepi bara á skriðdrekunum og að við förum öll aftur heim en þetta lyktar svolítið af München hjá sumum á Vesturlöndum,“ sagði hann.
Sunday Times segir að með þessum orðum sé hann að vísa í Münchensamninginn þar sem nasistum var afhentur hluti af þáverandi Tékkóslóvakíu til að reyna að koma í veg fyrir stórstyrjöld. Ári síðar hófst síðari heimsstyrjöldin.