fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

Auglýsingar um fundarherferð Framsóknar vekur athygli – Úr vinalegu sólskini í vetrarveröld Disney

Eyjan
Mánudaginn 14. febrúar 2022 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt hefur gengið Framsóknarflokknum í hag undanfarin misseri og ekkert lát virðist ætla að vera á því. Í þessari viku blæs flokkurinn til fundarherferðar og ákvað, upp á von og óvon, að búa til auglýsingar með skírskotun til Disney-myndarinnar Frozen og með undirtextanum „Komdu inn úr kuldanum“.

Fundarherferðin hefst í vikunni og það er eins og við manninn mælt – snjó kyngir niður eins og eftir pöntun. Í auglýsingunum stillir Lilja Alfreðsdóttir sér upp í hlutverki frostprinsessunnar Elsu sem er við hæfi í ljósi bréfasamskipta hennar við sjónvarpsveituna Disney+ þar sem barist var fyrir íslenskum texta á sjónvarpsefni veitunnar.

Þetta er þó síður en svo í fyrsta skiptið sem þingflokkurinn auglýsir fundaraðir þingflokksins í kjördæmaviku með því að leita í smiðju Hollywood.  Árið 2020 var svipuð herferð auglýst með tilvísun í meistaraverkið Little Miss Sunshine. Í fyrra voru  það svo bandarísku grínþættirnir Friends sem voru fyrirmyndin og vakti sú auglýsing sérstaka athygli.

 

Auglýsing Framsóknar frá árinu 2020
Framsóknarmenn voru vinalegir í fyrra

Nánari upplýsingar um fundarherferð Framsóknarflokksins má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða