Daily Mail slær því upp á forsíðu í dag að 48 klukkustundir séu til stefnu til að bjarga Evrópu og segir að Johnson verði í fararbroddi tilrauna til að koma í veg fyrir stríð í Úkraínu næstu klukkustundir. Segir blaðið að næstu 48 klukkustundir séu sagðar skipta sköpum um hvort það tekst að koma í veg fyrir innrás Rússa.
Bretar hétu því í gær að styðja enn frekar efnahagslega við bakið á Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra, mun sækja fund varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í vikunni til að undirbúa viðbrögð bandalagsins við hugsanlegri árás á fullveldi Úkraínu.
Daily Mail segir að samkvæmt upplýsingum bandarískra leyniþjónustustofnana þá hafi Rússar gert nákvæma áætlun um upphaf árásar á Úkraínu á miðvikudaginn. Muni hún hefjast með mikilli eldflaugaárás og skothríð stórskotaliðs og í kjölfarið fylgi síðan innrás landhers.