Það vakti athygli margra að á myndum og upptökum frá fundi forsetanna og fréttamannafundi þeirra var mjög langt á milli þeirra. The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá tveimur heimildarmönnum, sem þekkja til reglna franska forsetaembættisins um heilbrigðismál forsetans, þá stóð Macron til boða að fara í PCR-próf og fá þá að koma nærri Pútín eða að öðrum kosti fylgja ströngum reglum um félagsforðun.
Annar heimildarmaðurinn sagði að ekki hafi verið hægt að fallast á þetta því þá hefðu Rússar komist yfir erfðaefni úr Macron og það sé ekki talið skynsamlegt út frá öryggismálum.
Annar heimildarmaður sagði að Macron hefði farið í PCR-próf í Frakklandi áður en lagt var af stað til Moskvu og hraðpróf, sem einkalæknir hans sá um, þegar hann var kominn til Moskvu.