fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Formannsefnin tókust á í Kastljósi: Sólveig Anna segir eðlilegt að starfsfólk á skrifstofu sem er andsnúið henni segi upp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 22:00

Kastljós. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frambjóðendur til formanns Eflingar, þau Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, voru gestir Kastljóss á RÚV í kvöld.

Sólveig Anna, sem sagði af sér formennsku í nóvember í skugga átaka, var spurð hvort hún gæti lægt öldurnar innan skrifstofu Eflingar. Hún sagði að sá sem ynni kosningarnar ætti rétt á vinnufrið innan skrifstofunnar og að fá að útfæra sína stefnu. Ef það sé fólk á skrifstofunni sem geti ekki hugsað sér að starfa með henni þá sé eðlilegt að það taki þá ákvörðun um að fara annað. „Fólk sem hefur farið fram með ærumeiðingar um glæpsamlega hegðun mína getur varla hugsað sér að vinna á sama stað og ég. Í mínum huga væri það undarlegt.“

Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem nú er varaformaður félagsins, segir að ástandið á skrifstofunni núna sé bara gott. Hún var ósammála þeim málflutningi Sólveigar Önnu að formaður réði gagnvart starfsfólki á skrifstofu. Hann hafi ekki vald til að hunsa vilja starfsfólksins sem hann beri ábyrgð á. „Við þurfum að hafa góðan vinnustað eins og við viljum að okkar félagsmenn búi við,“ sagði hún.

Guðmundur Baldursson sagðist ekki vera óvinur nokkurs manns og sagðist engar áhyggjur hafa af því að hann gæti ekki tryggt góðan vinnuanda á skrifstofunni. Guðmundur var spurður út í fullyrðingar í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um að birtingar á upplýsingum um vondan starfsanda innan skrifstofu Eflingar væru liður í ógeðslegri pólitík og valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Er það ógeðsleg pólitík að reyna að upplýsa hvernig fólkinu líður á skrifstofunni?“ spurði Guðmundur.

Töluverður samhljómur var milli frambjóðendanna þriggja um málefni. Töldu þau að næstu kjarasamningar yrðu erfiðir en sækja þyrfti launahækkanir til að mæta kostnaðarhækkunum, sérstaklega varðandi húsnæðiskostnað. Krefjast þyrfti úrbóta í húsnæðismálum og aðgerða vegna mjög hás húsnæðisverð. Voru þau öll sammála um að krefjast sterkari aðkomu lífeyrissjóðakerfisins við uppbyggingu húsnæðis og lánveitinga. Sólveig Anna lagði áherslu á rétt almennra sjóðfélaga til að ráða meiru um fjárfestingar lífeyrissóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan