Fram að þessu hefur ECB aðallega beint sjónum sínum að „hefðbundnu“ svindli sem hefur færst mjög í vöxt eftir að heimsfaraldurinn skall á. En vegna Úkraínudeilunnar hefur bankinn beint sjónum sínum í auknum mæli að hugsanlegum tölvuárásum frá Rússlandi og er byrjaður að spyrja evrópska banka út í varnir þeirra gegn slíkum árásum.
Að undanförnu hafa margir bankar tekið þátt í æfingum á hvernig er hægt að verjast slíkum árásum.
Fulltrúar ECB hafa ekki viljað tjá sig um þetta annað en að tölvuöryggi sé eitt af forgangsverkefnum bankans.
Svipaðar áhyggjur hafa komið upp víðar og má þar nefna að í janúar varaði fjármálaeftirlit New York ríkis við hættu á rússneskum tölvuárásum ef til þess kemur að Bandaríkin beiti Rússa refsiaðgerðum ef þeir ráðast á Úkraínu.
Bresk yfirvöld hafa einnig varað við hugsanlegum tölvuárásum Rússa.