fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Undirbúa evrópska banka undir rússneskar tölvuárásir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 17:30

Christine Lagarde er í forystu fyrir Evrópska seðlabankann. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópski seðlabankinn (ECB) er byrjaður að undirbúa banka í ESB undir hugsanlegar tölvuárásir tölvuþrjóta sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Ástæðan er sú mikla spenna sem er á landamærum Rússlands og Úkraínu og óttinn við að þar brjótist úr stríð.

Fram að þessu hefur ECB aðallega beint sjónum sínum að „hefðbundnu“ svindli sem hefur færst mjög í vöxt eftir að heimsfaraldurinn skall á. En vegna Úkraínudeilunnar hefur bankinn beint sjónum sínum í auknum mæli að hugsanlegum tölvuárásum frá Rússlandi og er byrjaður að spyrja evrópska banka út í varnir þeirra gegn slíkum árásum.

Að undanförnu hafa margir bankar tekið þátt í æfingum á hvernig er hægt að verjast slíkum árásum.

Fulltrúar ECB hafa ekki viljað tjá sig um þetta annað en að tölvuöryggi sé eitt af forgangsverkefnum bankans.

Svipaðar áhyggjur hafa komið upp víðar og má þar nefna að í janúar varaði fjármálaeftirlit New York ríkis við hættu á rússneskum tölvuárásum ef til þess kemur að Bandaríkin beiti Rússa refsiaðgerðum ef þeir ráðast á Úkraínu.

Bresk yfirvöld hafa einnig varað við hugsanlegum tölvuárásum Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar