fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Ragnar býst við flóknum og erfiðum kjarasamningsviðræðum vegna stöðu efnahagsmála

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 08:00

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki auðvelt fyrir stéttarfélögin og atvinnurekendur að ná saman um kjarasamning á þessu ári að mati Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Hann segir að staða efnahagsmála sé með þeim hætti að viðræðurnar verði gríðarlega flóknar og erfiðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnari að viðræðurnar verði þær flóknustu sem hann hafi komið að síðan hann hóf aðkomu að kjarasamningsgerð árið 2009.

Fulltrúar verslunarinnar hafa boðað verðhækkanir á næstu mánuðum, verðbólgan er nú 5,7% og stýrivextir verða væntanlega hækkaðir ríflega í dag en þeir eru 2% þegar þetta er skrifað. Á síðasta árið hækkað húsnæðisverð um rúmlega 12% og ríkissjóður tapar hálfum milljarði á dag segir Fréttablaðið.

Haft er eftir Ragnari að á tveimur árum hafi leiguverð venjulegrar íbúðar hækkað í 310.000 krónur úr 280.000 krónum. „Ég þarf að semja um 50 þúsund króna launahækkun fyrir þennan hóp, bara til þess að standa undir vísitöluhækkun leiguverðs,“ er haft eftir honum.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að verðbólga þýði kjararýrnun og hana vilji fólk sækja til baka ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna.

Þeir sögðu báðir að ríkið þurfi að koma að viðræðunum til að liðka fyrir þeim en það var gert við gerð Lífskjarasamninganna 2019 en þá lofaði ríkisstjórnin aðgerðum í 42 liðum sem enn hafa ekki allir verið uppfylltir að sögn Björns. „Þau verða að hysja upp um sig buxurnar og klára það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar