fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Segir Boga Nils og öðrum forstjórum að „grjóthalda kjafti“ – „7 milljónir á mánuði hjá fyrirtæki sem hefur tapað 80 milljörðum á fjórum árum“

Eyjan
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er kominn með nóg af því að heyra forstjóra stórfyrirtækja ræða um launakjör hér á landi og hversu þungbærar launahækkanir séu rekstrinum. Biður hann þessa aðila um að „grjóthalda kjafti“ framvegis. 

Vilhjálmur skrifar um þetta á Facebook. Þar deilir hann frétt Kjarnans um að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hafi fengið 518 þúsund Bandaríkjadali í laun og hlunnindi á síðasta ári. En á genginu í dag nemur það um 67,5 milljónum króna. Þar að auki hafi Bogi fengið 15,6 milljónir í lífeyrisgreiðslur svo heildarlaun hans á síðasta ári voru rétt tæpar 7 milljónir á mánuði.

Laun Boga hafa þar að auki hækkað umtalsvert milli ára. En 2020 var hann með um 4,7 milljónir á mánuði. Icelandair Group rökstuddi þessa hækkun í samtali við Kjarnann með vísan til þess að Bogi hafi tekið á sig launalækkun árið 2020.

Vilhjálmur á ekki orð yfir launum Boga Nils. Furðar hann sig á því að forstjórar geti alltaf hækkað í launum á meðan nokkra tugþúsunda hækkun hjá almennum starfsmönnum séu sagðar „ógna stöðugleikanum“.

„Hérna afhjúpast enn og aftur sú skefjalausa hræsni sem viðgengst í íslensku samfélagi. En eins og allir vita þá öskrar yfirelítan á Íslandi í hvert sinn og kjarasamningar verkafólks eru lausir um hvort þau ætli virkilega að „ógna“ stöðugleikanum og stuðla að aukinni verðbólgu með kröfum sínum sem yfirleitt lúta að því að hækka laun þeirra um 20 til 30 þúsund á mánuði.“

Vilhjálmur minnist þess að á síðasta ári hafi Bogi farið í viðtal og rætt kjaramál. Þar hafi hann kallað launahækkanir hér á landi „algjörlega út úr kortinu miðað við samkeppnislöndin.“

„Á sama tíma og þessi orð eru að falla eru laun og hlunnindi forstjórans að hækka á milli ári um 2,2 milljónir á mánuði eða úr 4,7 milljónum í 6,9 milljónir. Ég held að allur almenningur sjái þá botnlausu hræsni sem þarna er í gangi.“

Vilhjálmur segir að lykilstjórnendur í stórfyrirtækjum hiki ekki við að halda því fram að þeir verði að vera á ofurlaunum. Í skýrslu tilnefninganefndar Icelandair Group segi til dæmis:

„það sé viðvarandi áhætta fyrir félagið að lykilstarfsmenn hætti þar sem þeir fá ekki nægilega vel greitt fyrir störf sín og nefna í því samhengi að þrír framkvæmdastjórar hjá Icelandair Group hafa hætt störfum frá síðasta aðalfundi.“

Vilhjálmur krefst þess því að forstjórar stórfyrirtækja sleppi því að tjá sig um kjaramál hér á landi.

„Já laun uppá tæpar 7 milljónir á mánuði hjá fyrirtæki sem hefur tapað 80 milljörðum á fjórum árum og fengið milljarða úr höndum skattgreiðenda til að takast á við faraldurinn!

Ég krefst þess að forstjórar stórfyrirtækja hafi framvegis vit á því að „steinhalda kjafti“ þegar kemur að því að semja um kaup og kjör verkafólks á íslenskum vinnumarkaði enda sýnir þessi launahækkun forstjóra Icelandair Group að þeim sé það hollast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan