Hann sagði að sumar af hugmyndum Macron um öryggismál í Evrópu séu raunhæfar. „Sumar af hugmyndum hans og tillögu er örugglega enn of snemmt að ræða um en ég held að það sé hægt að gera þær að grundvelli fyrir áframhaldandi skrefum,“ sagði Pútín á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna að fundi þeirra loknum.
Macron sagði að á fundinum hafi hann fundið fleti varðandi Úkraínudeiluna þar sem hann og Pútín hafi getað nálgast en enn beri þó margt á milli.
Pútín sagði að þeir hafi sammælst um að ræða saman símleiðis að heimsókn Macron til Úkraínu lokinni en hann hélt þangað eftir fundinn með Pútín. Hann fundar með Volodimir Zelenskij, forseta Úkraínu, í dag.
Macron hefur sagt að það sé forgangsverkefni hans að draga úr spennunni á landamærum Úkraínu en Rússar hafa sent á annað hundrað þúsund hermenn að landamærunum og virðast undirbúa sig undir að gera árás á Úkraínu.