fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Eyjan

Formaður Eflingar styður Ólöfu og segir að Sólveig Anna sé ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 14:30

Agnieszka Ewa Ziólkowska. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núverandi formaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziółkowska, lýsir yfir stuðningi við framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur, fyrrverandi hlaðkonu Icelandair, til formanns Eflingar.

Agnieszka var áður varaformaður félagsins en settist í formannsstólinn þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér með hvelli í haust. Agnieszka segir að Sólveig Anna sé ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is, þar sem Agnieszka segir:

Við Ólöf eigum það sameiginlegt að hafa báðar verið trúnaðarmenn á vinnustað og einnig að hafa verið í hópi fólks sem studdi Sólveigu Önnu og hennar baráttu heilshugar í byrjun. Það þurfti að hrista upp í verkalýðshreyfingunni, það gerði hún svo og fyrir það er ég þakklát. Sólveig Anna er hins vegar ekki rétta manneskjan til að leiða baráttuna áfram og hefur sýnt það með óbilgirni og vangetu til að hlusta á raddir annarra en sína eigin. Þrátt fyrir að baráttuorð hennar tali um mikilvægi samstöðu þá sýna gjörðir hennar að sú samstaða sem hún kallar eftir er í raun aðeins blind hollusta og jafnvel það dugar varla til því hún hefur einangrað sig frá flestum þáttum starfsseminnar og blandar nær aldrei geði við fólkið á gólfinu sem er helst í sambandi við félagsfólk og þekkir helst þann vanda sem verkalýðsfélögin glíma við. Ef stjórnandi á öðrum vinnustað en Eflingu myndi hegða sér með þessum hætti yrði það litið alvarlegum augum.

Agnieszka segir að starfshættir Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, hafi kostað félagið miklar fjárhæðir og mikinn mannauð. Segir hún að Sólveig Anna sé orðin málsvari sundrungar:

„Reyna mun á styrk verkalýðshreyfingarinnar í náinni framtíð til að takast á við þau mikilvægu og stóru verkefni sem eru framundan. Sundrung verkalýðsforystunnar eins og stefnir í ef Sólveig verður í forystu Eflingar, mun veikja stöðu félagsmanna okkar og alls verkafólks á landinu og með henni mun Efling einangrast. Verkefni verkalýðsforystunnar framundan eru of mikilvæg til að við getum við með sundraða verkalýðshreyfingu og formann sem ekki hlustar á gagnrýni.“

Agnieszka segir Ólöfu Helgu vera hugrakka og klára og hún hafi stigið inn á þetta svið vegna fjölda áskorana. „Ólöf lætur persónulegan metnað eða illdeilur aldrei villa sér sýn heldur vinnur að hverju máli af dugnaði og heilindum,“ segir Agnieszka en greinina má lesa með því að smella hér. Birtist hún á pólsku, ensku og íslensku en íslenska útgáfan er neðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku