fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Biden segir að Nord Stream 2 verði lokað ef Rússar ráðast á Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 08:00

Hér sést Nord Stream 2 á skjá bak við starfsfólk Gazprom sem á leiðsluna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússar ráðast á Úkraínu verður Nord Stream 2 gasleiðslunni lokað. Þetta sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, eftir fund með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Washington D.C. í gær. Nord Stream 2 liggur frá vesturhluta Rússlands til norðurhluta Þýskalands og á að flytja gas frá Rússlandi til ESB. Lagningu leiðslunnar er nýlokið en þýsk yfirvöld hafa ekki enn gefið út starfsleyfi fyrir hana.

„Ef Rússar gera innrás, það er að segja ef skriðdrekar eða hersveitir fara yfir úkraínsku landamærin þá verður ekki neitt sem heitir Nord Stream 2. Ég lofa ykkur að þá munum við binda endi á það verkefni,“ sagði Biden. Hann sagði jafnframt að Þýskaland væri „eitt mikilvægasta bandalagsríki Bandaríkjanna í öllum heiminum.“

Scholz tók undir orð Biden og sagði að það muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir ráðast á Úkraínu. Hann var þó ekki jafn skýrmæltur og Biden hvað varðar Nord Stream 2 en sagðist standa þétt við hlið Biden. „Við munum ekki taka mismunandi skref. Við munum grípa til sömu aðgerða og þær munu leika Rússa mjög, mjög illa,“ sagði hann um hugsanlegar refsiaðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar