fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Systir Sólveigar Önnu rís upp henni til varnar – „Á henni hafa dunið sví­virði­legar ásak­anir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á henni hafa dunið sví­virði­legar ásak­anir um alls konar glæpi sem hún á að hafa framið gegn starfs­fólki á skrif­stof­unni sem er eign Efl­ing­ar­fé­laga. Fremst í flokki óhróð­urs­meist­ar­anna voru fyrr­ver­andi stjórn­endur sem áttu greiðan aðgang að fjöl­miðlum og hafa not­fært sér óspart frá því skömmu eftir að hún tók við emb­ætti,“ segir Birna Gunnarsdóttir, systir Sólveigar Önnu Jónsdóttur, í grein sem hún birtir á Kjarnanum.

Greinin ber yfirskriftina „Mannorð Sólveigar Önnu Jónsdóttur,“ og hefst á þessum orðum: „Allt frá því að Sól­veig Anna Jóns­dóttir bauð sig fram og sigr­aði í for­manns­kjöri verka­lýðs­fé­lags­ins Efl­ingar hefur hún mátt fyrir sitja undir svo ótrú­legum óhróðri og æru­meið­ingum að annað eins hefur varla sést hér­lendis í ára­tugi.“

Sólveig Anna sagði af sér embætti sem formaður Eflingar í haust í kjölfar mikilla deilna við starfsfólk félagsins. Hún sækist nú eftir formannsembættinu á ný og leiðir einn þriggja lista sem eru í framboði til stjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. febrúar.

Birna gagnrýnir umfjöllun um úttekt sem sálfræðistofan Líf og sál vann fyrir Eflingu þar sem dregin er upp svört mynd af vinnuaðstæðum á skrifstofu Eflingar í formannstíð Sólveigar Önnu. Er þar greint frá ásökunum í garð framkvæmdastjórans, Viðars Þorsteinssonar, um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti, að virðist í skjóli formanns. Birni bendir á að Sólveig Anna hafi sjálf ekki fengið að sjá þessa skýrslu en þó hafi verið fjallað um hana í fjölmiðlum. Ljóst er einnig að hvorki Sólveig Anna né Viðar höfðu vitneskju um rannsóknina og fengu ekki að koma sínu á framfæri við skýrsluhöfunda. Birna skrifar:

„Fram­koma Efl­ingar er auð­vitað for­kast­an­leg en alls ekki síður sál­fræði­stof­unnar Lífs og sálar sem gerir úttekt­ina án þess að leita á nokkurn hátt eftir áliti þeirra sem eru til umfjöll­un­ar, afla gagna sem hefðu getað varpað ljósi á sögu og stöðu mála né yfir­höfuð til­kynna þeim að þau séu við­fangs­efni úttekt­ar­inn­ar. Þá hefði Lífi og sál mátt vera ljóst að nið­ur­stöður úttekt­ar­innar gætu verið til þess fallnar að hafa áhrif á úrslit kosn­inga í einu stærsta verka­lýðs­fé­lagi lands­ins, sem hlýtur að gera auknar kröfur til vand­aðra og sið­legra vinnu­bragða. Spyrja má hvort skeyt­ing­ar­leysi um þessa þætti, hvort sem það stafar af ásetn­ingi eða ein­feldni, feli í sér brot á siða­reglum sál­fræð­inga.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni