fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári sendi Loga Einars skilaboð – „Og bang, þá poppar þessi auglýsing upp á Facebook“

Eyjan
Laugardaginn 5. febrúar 2022 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, formaður ramkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, heldur úti hlaðvarpinu Rauða borðið þar sem hann ræðir við fólk um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið og fleira.

Hann ákvað að senda Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, skilaboð á Facebook og bjóða honum í þáttinn.

Varla hafði hann lokið við að senda skilaboðin þegar hann tók eftir nýrri auglýsingu á Facebook sem honum þótti nokkuð skondin í ljósi þess hvern hann var að senda skilaboðin á. Hann skrifar um þetta á Facebook og deilir skjáskoti af auglýsingunni.

„Facebook er magnað. Ég sendi messenger-póst á Loga Einarsson um hvort hann vildi koma í spjall við Rauða borðið, vídeo-hlaðvarp á Samstöðunni. Og bang, þá poppar þessi auglýsing upp á Facebook.“ 

Fyrir þá sem ekki fatta grínið strax þá er rétt að útskýra. Logi Einarsson hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að ganga í röndóttum bolum, en það telst eiginlega vera óformlegur einkennisbúningur þingmannsins.

Þetta er svo vel þekkt einkenni Loga að fyrir Alþingiskosningarnar 2017 notaði Samfylkingin myllumerkið og slagorðið #hverröndóttur og birtu þá margir stuðningsmenn Samfylkingarinnar myndir af sér í röndóttum fötum til að lýsa yfir stuðningi við Loga og félaga.

Sjálfur hefur Logi sagt að hann hafi verið ungur að árum þegar rendurnar sigruðu hjarta hans. Hann saðgi í samtali við Síðdegisþáttinn árið 2020 að þetta hafi líklega allt byrjað á því að mamma hans klæddi hann í matrósarbúning á hátíðardögum.

„Ég fór mjög fljótt að ganga í röndóttu sem unglingur og þegar ég var í háskóla. Fannst það bara fínt. Þá voru helstu módernistar heimsins, Picasso og svona, sem gengu í þessu“

Hann sagði röndótt vera merkilegt því það hafi lengi verið einkenni á útlögum og undirmálsfólki. Þess vegna hafi til að mynda fangabúningar verið röndóttir. Síðan hafi tískurisar á borð við Chanel náð að gera þetta að tískuvarningi.

„Sumir hafa nú sagt að ég sé ekki alveg með vaxtarlagið í að vera í þver-röndóttu en látum það eiga sig bara.

Ég er búinn að finna þetta út. Mýtan er að þú eigir að vera í langröndóttu ef þú ert þykkur. En það er vitlaust því rendurnar verða gleiðari svona þegar þær fara yfir bumbuna. Þetta er betra svona. Ég er búinn að prófa hvort tveggja,“ 

Þá er stendur þó eftir spurningin – Vissi Facebook þetta um Loga og er þetta dæmi um ógnvekjandi raunveruleika tækninnar, persónusniðinna auglýsinga og samfélagsmiðla? Eða var hér um skemmtilega tilviljun að ræða? Og ætli Logi hafi á sama tíma fengið auglýsingu um gallajakka eða trefla?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni