fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Þórdís Lóa sækist áfram eftir oddvitasæti hjá Viðreisn í Reykjavík

Eyjan
Föstudaginn 4. febrúar 2022 10:20

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður Borgarráðs, býður sig fram til þess að leiða lista Viðreisnar áfram í komandi prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu til fjölmiðla nú í morgun.

„Ég brenn fyrir borg sem rúmar fjölbreytta flóru einstaklinga – opnu og frjálsu samfélagi sem tekur stór skref í átt að raunverulegum aðgerðum í loftslagsmálum, húsnæðismálum, skipulagsmálum,  skóla- og velferðarmálum. Öll mín hugsjón miðar að endingu að lifandi og skemmtilegri borg. Þessi mál vil ég nálgast með jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi, fyrir mér er það aldrei kvöð og kostnaður fyrir samfélagið, heldur tækifæri og alvöru fjárfesting,“ segir Þórdís Lóa í tilkynningunni.

Hún bendir á að hún hafi  víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, af hagsmunabaráttu og stjórnun stærri og minni fyrirtækja ásamt því að hafa í áratug stýrt velferðarþjónustu í Reykjavík.

„Þetta  kjörtímabil hef ég leitt starf Viðreisnar í borginni og lagt mig fram við að skoða ólík sjónarmið til að komast að farsælum lausnum. Framtíðin leynist í samvinnu margra flokka, og ég bý yfir yfirsýninni sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þá þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag. Þess vegna býð ég fram krafta mína í komandi sveitarstjórnarkosningar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris