fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Flótti brostinn á í starfsliði Boris Johnson

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 08:00

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á í vök að verjast þessa dagana vegna hins svokallaða „Partygate“ en það snýst um veisluhöld í embættisbústað hans á meðan slíkt var bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Nú má spyrja sig hvort starfsfólk hans sjái fram á að dagar Johnson í embætti verði brátt taldir, að minnsta kosti er flótti brostinn á meðal starfsfólks hans.

Í gær tilkynnti Munira Mirza, aðalstjórnmálaráðgjafi hans, að hún væri hætt störfum fyrir Johnson. Það sama gerði Jack Doyle fjölmiðlafulltrúi hans.

Dan Rosenfield, starfsmannastjóri, hefur einnig skilað inn uppsagnarbréfi og það hefur Martin Reynolds, aðalritari Johnson, einnig gert.

Ástæðan fyrir uppsögn Mirza eru ummæli Johnson í þinginu á mánudaginn en þá sakaði hann Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, um að hafa ekki dregið einn versta kynferðisafbrotamann Bretlands fyrir dóm í fyrra starfi sínu en hann var yfirmaður hjá saksóknaraembætti. Það sem Johnson átti við var að Jimmy Savile, sjónvarps- og útvarpsmaður, var aldrei dreginn fyrir dóm fyrir brot sín. Mörg hundruð börn og ungmenni höfðu orðið fyrir barðinu á honum. Starmer svaraði þessum ásökunum Johnson á miðvikudaginn og sagði að hér væri um ekkert annað en „samsæriskenningar“ að ræða.

Johnson reyndi að draga í land með ásakanir sínar í gær en það dugði ekki til að Mirza héldi áfram störfum fyrir hann. Að sögn The Spectator sagði hún að það væri enginn grunnur fyrir ásökunum Johnson. Þetta hafi verið óviðeigandi ásakanir í tengslum við skelfilegt mál sem snýst um kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar