fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Sólveig furðar sig á fréttaflutningi um hana og Ólöfu – „Sannarlega magnað að verða vitni að hinum mikla vilja til að drekkja umræðunni“

Eyjan
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 11:52

Sólveig Anna - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, furðar sig á því að fjölmiðlar hafi í dag slegið upp fréttum um að hún og Ólöf Heiða Adolfsdóttir talist ekki lengur við. Svo virðist sem að umræðunni eigi að drekkja í bulli frekar en það sem máli skiptir í aðdraganda formannskosninga í Eflingu. 

Fréttablaðið greindi frá því í dag að Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Heiða Adolfsdóttir, sem báðar hafa boðið sig fram til formennsku Eflingar, talist ekki við.

Sólveig var áður formaður en sagði af sér í lok október og tók þá Ólöf Heiða við sem varaformaður.

Mun Sólveigu hafa verið boðið að taka sæti á framboðslista Ólafar, en ekki kært sig um það þar sem henni var ekki boðið efsta sætið.

Mikill vilji til að drekkja umræðunni

Sólveig furðar sig á þessari frétt í færslu á Facebook.

„Fyrirsagnir helstu fjölmiðla landsins í upphafi þessa fallega dags eru um það hvort að ég og annar frambjóðandi til formanns Eflingar „tölumst við“. Það er svo sannarlega magnað að verða vitni að hinum mikla vilja til að drekkja umræðunni um þessar kosningar í bulli um allt nema það sem skiptir máli fyrir verka- og láglaunafólk.“

Sólveig segist vera í framboði í stærsta verkalýðsfélagi verka og láglaunafólks vegna þess að hún taki verkefninu alvarlega. Efling hafi undir hennar forystu náð sögulegum árangri.

„Ég er í framboði til formanns í langstærsta verkalýðsfélagi verka og láglaunafólks vegna þess að ég tek verkefnið eins alvarlega og hægt er að hugsa sér. Eflingarfélagar undir minni forystu hafa á undanförnum árum náð sögulegum árangri í því að vekja okkar dauða og duglausa verkalýðsfélag af svefni. Ég trúi því að við getum saman gert Eflingu að öflugu baráttutæki verkafólks. Ég trúi því vegna þess að ég hef sjálf séð það gerast.“

Leidd af fyrrum hálaunastarfsmanni Eflingar

Sólveig vísar til greinar sem hún, ásamt Michael Braga Whalley, ritaði og birtist hjá Vísi í dag og skýtur svo föstum skotum á Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar Reykjavíkurborgar, en Harpa starfaði áður hjá Eflingu en sagði starfi sínu lausu eftir að Sólveig var kjörinn formaður.

„Við Mikki stóðum saman, hlið við hlið, ásamt félögum okkar í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg og ásamt öllum þeim mikla fjölda félagsfólks sem tók þátt í baráttunni um borgina. Við stóðum saman alla þá mörgu mánuði sem að samninganefnd Reykjavíkurborg (leidd af fyrrum hálaunastarfsmanni Eflingar sem sagði upp þegar að ég var kjörinn formaður og réð sig hjá Reykjavíkurborg sem hún hafði eitt mörgum árum í að gera ömurlega samninga við, fyrir hönd láglaunakvenna, á launum hjá þessum sömu láglaunakonum) reyndi að fá okkur til að samþykkja að við ættum að halda áfram að halda kjafti og vera einskis virði þrátt fyrir að vera algjörlega ómissandi í reykvísku samfélagi.“ 

Ómissandi manneskjur

Hún og Michael hafi einnig staðið vaktina saman í 6 vikna verkfalli Eflingar gagnvart borginni, á fjöldafundi í Iðnó og þegar þeir heimsóttu óboðin kvenréttindaráðstefnu í Hörpunni.

Þau hafi í verið kölluð ýmsum nöfnum í baráttu sinni.

„Og í gegnum alla þessa mánuði, allar þessar aðgerðir, allt verkfallið þar sem að við vorum í leiðurum blaðanna kölluð hryðjuverkafólk og barnaræningjar, við sem höfðum annast fleiri börn en við höfðum tölu á, þar sem við vorum hædd og smánuð af fólki sem hatar ekkert meira en efnahagslegt réttlæti og sanngirni í mannlegu samfélagi, misstum við aldrei gleðina. Það var á endanum hún sem kom okkur í gegnum þetta allt. Gleðin yfir því að upplifa að við ætluðum alla leið, gleðin yfir því að finna að við réðum för, gleðin yfir því að hitta endalaust af Eflingarfólki sem studdi okkur og havtti til dáða, og gleðin yfir því að það væri loksins öllum ljóst að við værum ómissandi manneskjur.“

Staðreynd sem enginn getur neitað

Niðurstaðan hafi svo orðið sú að Eflingarfólk hafi fengið meiri prósentuhækkanir hjá borginni en aðrir.

„Það er staðreynd sem enginn getur neitað.

Greinin okkar Mikka fjallar um það hvað gerist þegar verkafólk lætur ekki lengur sérfræðinga stýra för, heldur kemur saman og tekur málin í eigin hendur. Þá næst árangurinn og þá fáum við reynsluna og þekkinguna til að breyta félaginu okkar í beittasta vopn verka og láglaunafólks á þessu landi.

Sjáumst í baráttunni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar