fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Sparar ekki stóru orðin um Trump – „Óhæfur sem forseti“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 07:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hélt Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, fjöldafund þar sem hann veittist harkalega að Mike Pence, sem var varaforseti hans, fyrir að hafa ekki farið að vilja Trump og ógilt úrslit forsetakosninganna í nóvember 2020. Trump hefur verið mjög ósáttur við Pence eftir þetta og samband þeirra er sagt stirt. Trump hefur margoft veist að Pence eftir þetta og gagnrýnt hann harðlega.

Þann 6. janúar á síðasta ári átti þáverandi varaforseti, í samræmi við stjórnarskránna, að staðfesta úrslit kosninganna á þingi. Áður höfðu Trump og lögmaður hans, John C. Eastman, reynt að sannfæra Pence um að stöðva staðfestinguna til að Trump gæti haldið völdum en hann gat ekki, og getur ekki enn, sætt sig við að Joe Biden hefði sigrað hann örugglega í forsetakosningunum. En Pence vildi ekki taka þátt í þessu en margir hafa lýst þessu sem hreinni tilraun til valdaráns.

„Ef varaforsetinn hafði „alls ekki rétt til“ að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í öldungadeildinni, þrátt fyrir svindl og fleira, af hverju eru Demókratar og einstakir Repúblikanar, eins og Susan Collins, nú að reyna í örvæntingu að setja lög sem heimila varaforsetanum ekki að breyta niðurstöðum kosninga? Það segir okkur að Mike Pence gat breytt niðurstöðunni og nú vilja þau fella þennan rétt niður,“ sagði Trump við stuðingsfólk sitt að sögn The Washington Post.

Hann bætti síðan við: „Því miður beitti hann ekki þessum völdum sínum. Hann hefði getað breytt niðurstöðu kosninganna!“

Ummæli hans koma í kjölfar frétta um að á þingi er nú verið að ræða breytingar á kosningalögunum til að gera það alveg skýrt að hlutverk varaforsetans við staðfestingu kosningaúrslita sé aðeins formlegt, hann hafi engin völd til að hrófla við niðurstöðunni.

Ummæli Trump vöktu athygli og margir hafa tjáð sig um þau. Til dæmis skrifaði lögmaðurinn George Conway á Twitter: „Sannleikurinn er að kosningalögin frá 1887 eru skýr um að hlutverk varaforsetans sé bara að opna umslögin. En stundum þurfum við að gera lögin skýrari til að meira að segja treglæsir siðblindingjar skilji þau.“

Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins hafði svo sem ekki mörg orð um ummæli Trump: „Þetta er bara enn ein áminningin um hversu óhæfur hann er til að gegna embætti forseta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar