fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Biden vill útnefna Katar sem „bandalagsríki NATO“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 17:00

Joe Biden og Tamim Bin Hamad Al-Thani, Amir funduðu í gær í Hvíta húsinu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, vill útnefna Katar sem „bandalagsríki NATO“. Þetta sagði hann í gær þegar Tamim bin Hamad al-Thani, emír í Katar, heimsótti Biden í Hvíta húsið. Bandaríkin veita nánum bandalagsríkjum sínum þessa stöðu, ríkjum sem eru ekki aðilar að NATO, sem starfa náið með Bandaríkjaher.

Biden sagði að Katar væri gott vinaríki og áreiðanlegur og duglegur samstarfsaðili. „Ég mun tilkynna þinginu að ég mun útnefna Katar sem mikilvægt bandalagsríki utan NATO til að sýna mikilvægi sambands okkar. Ég tel löngu kominn tíma til að gera þetta,“ sagði Biden.

Meðal ríkja sem hafa þessa stöðu og vinna með NATO eru Ísrael, Egyptaland, Brasilía, Japan, Suður-Kórea, Ástralía og Nýja-Sjáland.

Katar gegndi stóru hlutverki í brottflutningi erlendra ríkisborgara og Afgana frá Afganistan þegar fjölþjóðaherliðið yfirgaf landið og Talibanar tóku völdin.

Mörg þúsund manns voru flutt til Al Udeid, sem er bandarískur herflugvöllur í Katar, sem var tengimiðstöð fyrir þá sem voru fluttir frá Afganistan.

Annað málefni, sem var rætt á fundinum í gær, var ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu þar sem rúmlega 100.000 vígbúnir rússneskir hermenn virðast bíða þess að ráðast inn í Úkraínu.

Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa varað Rússa við afleiðingum þess að ráðast á Úkraínu og hóta hörðum efnahagsrefsiaðgerðum. En um leið eru áhyggjur af að Rússar muni svara refsiaðgerðum með að loka fyrir gasstreymi til Evrópu en aðildarríki ESB flytja um 40% af gasi sínu inn frá Rússlandi.  Ef Rússar loka fyrir gasið er hugsanlegt að Katar geti hlaupið undir bagga en landið er stærsta gasvinnsluland heims. En til að af því geti orðið þarf að semja við núverandi kaupendur á gasi frá Katar um að Evrópa fái að kaupa gasið sem er ætlað þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund