Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Mér hefur fundist mjög mikið hafa skort upp á raunverulega rannsókn á sóttvarnaaðgerðum, bæði áður en gripið er til þeirra og einkum og sér í lagi eftir að þeim er aflétt, þannig að hægt verði að leggja mat á það hvort þessar aðgerðir hafi skilað raunverulegum árangri,“ er haft eftir henni.
Hún benti á að með tilkomu Ómíkronafbrigðisins hafi innlögnum á sjúkrahús fækkað hlutfallslega og enn færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu. „Það hafa ekki að mínu mati verið lögð fram sannfærandi gögn í dag um að þessar aðgerðir séu settar fram af brýnni nauðsyn,“ er haft eftir henni og sagðist hún hér eiga við aðgerðir innanlands og á landamærunum þar sem mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta.