fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn í Reykjavík að brenna úti á tíma með prófkjör – Veikindi setja strik í reikninginn

Eyjan
Sunnudaginn 30. janúar 2022 13:54

Andrés Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil endurnýjun í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstigi blasir við en meðal annars eru fimm leiðtogar í sveitafélögunum á höfuðborgarsvæðinu að stíga til hliðar. Fjórir bæjarstjórar, í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, auk þess sem Eyþór Arnalds, oddviti flokksins í Reykjavíkurborg, hefur ákveðið að hætta í pólitík.

Eins og gefur að skilja er talsverð eftirvænting í loftinu fyrir komandi prófkjör flokksins og verður dagskráin stíf næstu tvo mánuði. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbær mun ríða á vaðið með prófkjöri um næstu helgi, 5. febrúar, en undir lok mánaðarins, þann 26. febrúar, fara fram prófkjör í Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð og Seltjarnarnesi. Í byrjun mars, 3-5.mars verður svo prófkjör í Hafnarfirði, 5. mars í Garðabæ, 12. mars í Múlaþingi sem og Kópavogi en Sjálfstæðismenn á Akureyri hafa tilkynnt um að prófkjör þeirra fari fram þann 26. mars næstkomandi.

Prófkjörin mega varla verða mikið seinna á ferðinni því páskarnir renna í hlað 14-18. apríl og eftir það mun kosningabarátta flokkanna fara á fullt enda fara sveitastjórnarkosningarnar fram þann 14. maí 2022.

Veikindi í stjórn valda vanda

Athygli vekur að ekkert hefur heyrst af fyrirætlunum Varðar – fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Málið var rætt í Silfrinu fyrr í dag en þáttastjórnandinn, Egill Helgason, spurði Andrés Magnússon, blaðamaður Morgunblaðsins, hvað væri að frétta á þessum vígstöðvum í ljósi þess að Andrés er sjálfstæðismeginn í lífinu.

Andrés fór yfir stöðuna og þá óánægju sem gaus upp þegar stjórn Varðar ákvað að blásið yrði til leiðtogaprófkjörs í Reykjavík. Sú leið, að kjósa aðeins um efsta sætið og stilla restinni af listanum upp, var farin árið 2018 en vilji margra flokksmanna var að fram færi opið prófkjör.

„Menn miðuðu við að það yrði prófkjör og að það yrði hægt að skipta einhverju út. Það var uppstilling síðast þannig að menn fengu engu um það ráðið þá. En það hefur valdið vandræðum að það hafa komið upp veikindi í stjórninni þannig að það hefur ekki einu sinni verið hægt að boða til fundar. Þannig að menn eru svolítið að missa af vagninum. Ég geri því ráð fyrir því að framkvæmdastjórn flokksins eða einhver stofnun stígi þarna inn í og segi af stað,“ sagði Andrés í þættinum.

Hann rakti svo að það taki tíma að uppfylla öll formsatriði til þess að hægt sé að blása til prófkjörs og því megi flokkurinn engan tíma missa í borginni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar