fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Óvæntar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Golfstraumurinn er orðinn öflugri en áður

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. janúar 2022 11:00

Svona streymir Golfstraumurinn um Atlantshaf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru óvæntar niðurstöður segir Lars Henrik Smedsrud, prófessor við háskólann í Bergen í Noregi, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýna að Golfstraumurinn er orðinn mun öflugri en áður.

„Streymið hefur aukist jafnt og þétt,“ sagði Smedsrud í samtali við Norska ríkisútvarpið. Niðurstöðurnar sýna að Golfstraumurinn flytur meiri og hlýrri sjó hingað á norðurslóðir en áður og er styrkleiki hans nú um 30% meiri en áður. Þetta getur hugsanlega skýrt af hverju það hefur hlýnað svo hratt á Svalbarða.

Smedsrud og fleiri unni að rannsókninni árum saman. Þeir skoðuðu meðal annars þróun bráðnunar íss á norðurheimskautinu, bráðnum grænlenskra jökla og upptöku CO2 úr andrúmsloftinu.

Smedsrud sagði að vísindamennirnir hafi átt von á að sjá hærra hitastig sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar og því komi ekki á óvart að hlýrri sjór streymi á norðurslóðir. En enginn átti von á að magn sjávar, sem streymir til norðurslóða, sé meira, það hafi komið mjög á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda