„Streymið hefur aukist jafnt og þétt,“ sagði Smedsrud í samtali við Norska ríkisútvarpið. Niðurstöðurnar sýna að Golfstraumurinn flytur meiri og hlýrri sjó hingað á norðurslóðir en áður og er styrkleiki hans nú um 30% meiri en áður. Þetta getur hugsanlega skýrt af hverju það hefur hlýnað svo hratt á Svalbarða.
Smedsrud og fleiri unni að rannsókninni árum saman. Þeir skoðuðu meðal annars þróun bráðnunar íss á norðurheimskautinu, bráðnum grænlenskra jökla og upptöku CO2 úr andrúmsloftinu.
Smedsrud sagði að vísindamennirnir hafi átt von á að sjá hærra hitastig sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar og því komi ekki á óvart að hlýrri sjór streymi á norðurslóðir. En enginn átti von á að magn sjávar, sem streymir til norðurslóða, sé meira, það hafi komið mjög á óvart.