fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Hollenskur háskóli hættir að taka við kínverskum fjárframlögum – Hafa áhyggjur af óhlutdrægni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. janúar 2022 16:30

Malasíubúar mótmæla slæmri meðferð Kínverja á Úígúrum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vrije háskólinn í Hollandi hefur ákveðið að hætta að taka við fjárframlögum frá Kína og ætlar að skila 250.000 evrum sem hann fékk í styrk á síðasta ári til reksturs mannréttindamiðstöðvar. Ástæðan er að hægt er að efast um að háskólinn geti gætt að hlutleysi sínu þegar hann þiggur fjárframlög frá Kína.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Cross Cultural Human Rights Center (CCHRC) við háskólann hafi fengið árleg framlög á bilinu 250.000 til 300.000 evrur frá Southwest University of Political Science and Law í Chongqing í Kína síðustu árin.

Rannsókn hollensku fréttastofunnar NOS leiddi nýlega í ljós að  CCHRC hafi meðal annars notað styrkinn til að fjármagna útgáfu fréttabréfs, skipuleggja ráðstefnur og til reksturs vefsíðu en þar hafa verið birtar nokkrar færslur þar sem gagnrýni Vesturlanda á mannréttindabrot í Kína er hafnað.

Til dæmis var birt grein á vefsíðunni í október 2020 þar sem fram kom að háskólafólk tengt CCHRC hefði nýlega heimsótt fjórar borgir í Xinjiang héraði og komist að þeirri niðurstöðu að „Úígúrum eða öðrum minnihlutahópum væri ekki mismunað í héraðinu“.

Einnig var haft eftir Tom Zwart, prófessor í mannréttindum við háskólann í Utrecht og forseta CCHRC, í samtali við kínverska ríkissjónvarpsstöð að líta verði á mannréttindi í Kína „í samhengi við innlendar aðstæður, ekki sé hægt að herma eftir Vesturlöndum“.

Petar Peverelli, sem tengist CCHRC, hefur sagt að fréttir um að Úígúrum sé haldið í þrælkunarbúðum séu ekkert annað en „orðrómur“ og að það sé í tísku að gagnrýna Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni