fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Íbúar í Skerjafirði mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 09:00

Hluti af framtíðarsýn fyrir Skerjafjörð. Mynd:Reykjavík.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Skerjafirði og Landvernd mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í fjörunni í Skerjafirði vegna nýrrar íbúðabyggðar sem á að rísa þar. Reykjavíkurborg hefur í hyggju að gera 4,3 hektara landfyllingu vegna nýs íbúðahverfis við enda Reykjavíkurflugvallar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í kynningu borgarinnar segi að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líkist náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur í stað þeirra sem raskast. Segir borgin landfyllinguna nauðsynlega til að hverfið nái þeirri stærð að það verði sjálfbært.

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna áformanna rann út fyrr í mánuðinum og sendu fjölmargir íbúar inn mótmæli og það gerði Landvernd einnig. Fréttablaðið segir að rauði þráðurinn í mótmælunum sé að ásýnd svæðisins spillist og búsvæði fugla og annarra dýra eyðileggist.

„Öllum ætti að vera ljóst að landfyllingin og mannvirki á henni hafa mikil og neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Eftir röskun og landfyllingu verður útkoman manngert grjótmannvirki. Það er erfitt að færa sannfærandi rök fyrir samfélagslegri nauðsyn þess að spilla leirum sem þessum sem lítið er eftir af á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í umsögn Landverndar.

Sigurður Áss Grétarsson, verkfræðingur, segir í athugasemd að það sé rangt hjá borginni að fjaran sé töluvert röskuð. Hún sé að mestu óbreytt frá 19. öld eftir því sem segi í skýrslu borgarminjavarðar. „Ef ætlunin er að eyðileggja leirurnar þá á borgin bara að segja það hreint út en ekki blekkja og slá ryki í augu fólks,“ segir hann.

Nánar er hægt að lesa um málið og athugasemdir íbúa í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi