fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Allir virðast ævinlega vera sammála borgarstjóra segir Kolbrún Bergþórsdóttir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 08:00

Dagur B. Eggertsson. Mynd: Stefán K

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Fréttablaðsins í dag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um borgarstjórnarmeirihlutann og nýleg ummæli Dags. B. Eggertsson, borgarstjóra, í sjónvarpsfréttum um samstarfið en þá sagði hann: „Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“

Kolbrún segir að það sem megi finna að þessum orðum Dags sé helst að borgarbúar verði ekki varir við að meirihlutaflokkarnir séu ólíkir. „Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir hún.

Hún segir að þetta veki upp þessa spurningu: „Hvaða ástæða er til að kjósa þessa flokka þegar hægt er að fá ekta útgáfu með því að kjósa Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna?“

Hún segir að þetta tilvistarlega vandamál Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata verði ekki leyst á síðum Fréttablaðsins en það verði fróðlegt að sjá hvernig þessum flokkum, sem eru að hennar mati orðnir karakterlausir og máttlausir, tekst að minna á sig í kosningabaráttunni. Ekki sé auðséð hvernig þeir ætla að skapa sér sérstöðu.

Hún segir síðan að þótt ímyndarfræðingar og almannatenglar verði ráðnir til starfa og frambjóðendurnir stígi upp úr litleysinu og rembist við að ljóma af karakter og þylji upp loforð um hvað þeir ætla að gera fyrir borgarbúa muni það ekki breyta því að þessi frambjóðendur muni standa í skugga Dags B. Eggertssonar.

„Aftur skal vikið að orðum hins ágæta borgarstjóra (því ágætur er hann) um að það sé styrkur að ólíkir flokkar vinni saman. Rétt er að taka undir að það hlýtur að teljast hollt í samstarfi flokka að ólík sjónarmið komi fram og tekist sé á um mál. Ekki verður þess samt vart að svo sé raunin í samstarfi meirihluta borgarstjórnar. Þar virðast allir ævinlega hjartanlega sammála borgarstjóranum. Hver er sérstaða Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata í samstarfinu? Hún blasir alls ekki við. Niðurstaðan gæti því orðið sú að þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga seinna á þessu ári muni stór hluti kjósenda á miðjunni og á vinstri væng stjórnmála spyrja sig þessarar eðlilegu spurningar: Er ekki bara best að kjósa Dag B. Eggertsson?“ segir Kolbrún svo að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum