fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Útnáraháttur hefur greypst í þjóðarsálina segir Sigmundur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 08:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslensk nesjamennska kann að þykja krúttleg í hugum útlendinga sem sækja eyjuna heim, en hefur reynst heimamönnum heldur bagaleg í aldanna rás, enda hefur hún löngum staðið framförum fyrir þrifum. Útnárahátturinn hefur greypst í þjóðarsálina – og ekki einasta talið eyjaskeggjum trú um að þeir geti verið sjálfum sér nógir úti við ysta haf, heldur hefur hann alið með þeim ótta gagnvart útlendingum,“ segir í upphafi leiðara Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Umfjöllunarefni Sigmundar er Evrópusambandið og sú staðreynd að Ísland er ekki aðili að því. Sigmundur segir að í gegnum tíðina hafi landsmenn talið að aðkomumenn komi aðeins hingað til lands í annarlegum tilgangi, ýmist til að ræna fólki, eigum þess og auðlindum. Þetta segir hann vera meginskýringuna á af hverju stór hluti þjóðarinnar hræðist þjóðasamvinnu á borð við Evrópusambandið.

„Þeir telja einsýnt að fámenna þjóðin í jaðri álfunnar tapi öllum sínum sérkennum, hagsmunum og fullveldi, hefji hún samstarf með öðrum þjóðum; lítil þjóð græði ekkert á því að bindast efnahag annarra og geri allt betur upp á eigin spýtur. Og þar er komið þjóðarstolt fólks, sem mjög reglulega þarf að minna sig á, að það er bara allt í lagi að vera eyþjóð í á að giska harðbýlu landi þar sem túlkunaratriði er hvaða árstíð ríki hverju sinni,“ segir hann síðan.

Sigmundur bendir síðan á að raunveruleikinn sé ekki svona og margsannað sé að fámennar þjóðir hafi miklu meira ávinning af alþjóðasamningum en tvíhliða samninga við fjölda þjóða.

Því næst víkur hann að fullyrðingum um að stóru þjóðirnar innan ESB ráði öllu og fari illa með þær minni og segir að þær séu í besta falli stórfelldar og flónskulegar rangfærslu. Staðreyndirnar séu að nýkjörinn forseti Evrópuþingsins sé frá Möltu, sem er fámennasta aðildarríki sambandsins. Hann bendir einnig á að Jean-Claude Juncker, sem var forseti framkvæmdastjórnar ESB frá 2014 til 2019 sé frá Lúxemborg, næst fámennasta aðildarríkinu. Á undan honum hafi José Manuel Barroso gegnt embættinu frá 2004 en hann er frá Portúgal sem er meðal fámennustu ríkja sambandsins.

„En litla Ísland vill áfram vera hjáleiga utan Evrópu, af gömlum ótta við ofríki annarra, en þiggja lagasetningu þeirra án þess að geta haft áhrif á hana. Og það er kallað íslenskt fullveldi,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund