fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Gáttuð á rúntkóngi Alþingis – „Ég bara ein­fald­lega trúi því ekki að þetta sé satt“

Eyjan
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segir óskiljanlegt hvernig Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, hafi tekist að aka fyrir 34 milljónir frá árinu 2013. Efast hún um að þetta hafi verið mögulegt án þess að þingmaðurinn hafi líka verið að fá aksturskostnað vegna aksturs sem ekki tengist störfum hans á þingi.

Hún furðar sig á þessu á Facebook þar sem hún deilir frétt Kjarnans um aksturskostnað þingmannsins.

„Þetta er svakalegt. 34 milljónir króna frá árinu 2013?

Ég skil alveg að maður í dreifðu kjördæmi þurfi að keyra svolítið til að hitta fólk og svona, en þetta er fáránlegt.

Ég efast um að minn ferðakostnaður frá fæðingu nái upp í þessa upphæð, jafnvel þó ferðalög erlendis væru talin með.

Ég bara einfaldlega trúi því ekki að þetta sé satt. Og sérstaklega ekki að það geti verið að þetta sé allt ferðakostnaður vegna þingmennsku, en ekki vegna prófkjöra eða persónulegra erindagjörða.“

Í frétt Kjarnans kemur fram að sá þingmaður sem mest keyrir á kostnað Alþingis er Ásmundur, en hann hafi fengið samanlagt um 34 milljónir krónur greiddar í aksturskostnað frá því að hann tók fyrst sæti á þingi árið 2013.

Á síðasta ári hafi hann ekið fyrir 2,6 milljónir sem nemi um 216 þúsund krónum á ári. Þetta hafi verið þriðja árið í röð þar sem Ásmundur fékk ekkert endurgreitt vegna notkunar á eigin bíl, heldur notaðist hann við bílaleigubíla á ferðalögum sínum líkt og Alþingi hefur óskað eftir að þingmenn geri.

Ásmundur teki þannit til sín um 10 prósent af öllum endurgreiðslum þingsins á aksturskostnaði en næstur maður á eftir honum er Haraldur Benediktsson sem keyrði fyrir 1,9 milljón krónur á síðasta ári.

Suðurkjördæmið er kjördæmi Ásmundar og því mæti að einhverju leyti útskýra kostnaðinn með vísan til þess að Ásmundur þurfi að sinna kjördæmi sínu.

Hann er þó ekki eini þingmaður landsbyggðarinnar. Til samanburðar má nefna að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna í Norðausturkjördæmi, ók fyrir tæpar 1,7 milljónir í fyrra og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, ók fyrir rétt rúmar 1,7 milljónir í fyrra á eigin bíl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni