Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þetta sé nokkru minni fjöldi en gert var ráð fyrir í spá bankans frá í september síðastliðnum. Þá spáði bankinn því að 1,5 milljónir ferðamanna kæmu til landsins.
Haft er eftir Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka, að þrátt fyrir þetta séu jákvæð teikn á lofti. Það sé þungt yfir ferðaþjónustunni nú á fyrsta ársfjórðungi og það hafi áhrif á nýju spána. Það sé ekki að ganga eftir sem spáð var í september að hingað kæmu 80-100 þúsund ferðamenn á fyrsta ársfjórðungi.