fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Eyjan

Handboltakappi gefur kost á sér í Garðabæ – Sækist eftir 4-5. sæti

Eyjan
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 11:38

Hrannar Bragi Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum og leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 5. mars næstkomandi.

Hrannar Bragi er 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ.

Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021.

„Ég er þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ segir Hrannar Bragi í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi

Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?