fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Allir vinna, nema þeir sem tapa – Raunasaga skattpínds fasteignaeiganda

Heimir Hannesson
Mánudaginn 24. janúar 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt Kjarnans nýliðna helgi um stóraukið eigið fé Íslendinga kom fram að 73% af eignum okkar væri bundið í fasteignum. Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega að megin þorri sparifjár Íslendinga er, sem fyrr, steypa og landið undir henni.

Íbúðarhúsnæði til einkanota og í minna mæli sumarbústaðir og aðrar fasteignir, eru þannig sparibaukur Íslendinga. Þessum fasteignum, sparibauknum, þarf að viðhalda ætli eigandinn að halda í verðmæti eignarinnar og njóta verðhækkana á þeim til fulls.

Undanfarin misseri hefur ríkið haldið úti skattaendurgreiðsluskema sem það hefur kallað „Allir vinna.“ Þar er eigendum fasteigna gefinn kostur á 60% endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti af vinnu iðnaðarmanna. Eftir stendur að fasteignaeigendur greiða fullan virðisaukaskatt af efniskostnaði við viðhald á fasteign sinni.

Hluti af Covid aðgerðum ríkisstjórnarinnar var að breikka gildissvið „Allir vinna“ þannig að það taki einnig til sumarbústaða, annarra fasteigna og bifreiða auk þess sem að endurgreiðsluhlutfallið var fært tímabundið upp í 100% af vinnu iðnaðarmanna. Þessi útvíkkun var nýverið framlengd og gildir nú til 1. september á þessu ári.

Tilgangur og réttlætingin fyrir þessari tilteknu tegund endurgreiðslu á virðisaukaskatti var og er a) að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað, b) að sporna frekar við svartri atvinnustarfsemi. Átakið var gott, þarft og vel réttlætanlegt, en nú þarf að ganga ennþá lengra og af öðrum ástæðum.

Virðisaukaskattur er í eðli sínu neysluskattur. Fasteignir á Íslandi, eins og lýst var í frétt Kjarnans, er miklu meira en þak yfir höfuðið. Þær eru sparibaukurinn okkar. Fjárfesting. Ekki neysla.

Að greiða virðisaukaskatt af efni, vörum og vinnu vegna viðhalds eða nýbygginga fasteignar í eigu einstaklinga er ekkert annað en skattur á sparibauk þjóðarinnar, og hann hærri en fjármagnstekjuskattur. Hvergi annars staðar í kerfinu er sparnaður Íslendinga skattlagður með viðlíka hætti. Peningurinn er skattlagður þegar hann fer inn í sparibaukinn og svo þegar hann kemur út úr honum aftur, með milliskattlagningu ef sparibaukurinn skyldi færast til ættingja í formi arfs í millitíðinni.

Dæmi: Þú tekur baðherbergið í gegn í íbúðinni þinni. Það kostar milljón. Um 200 þúsund af því er virðisaukaskattur. Svo nýtir þú vinnu iðnaðarmanna fyrir aðra milljón. 200 þúsund af því eru líka skattur. Þá ertu búinn að borga 400 þúsund í skatt, en færð 60% endurgreitt af vinnunni. Eftir stendur þá 320 þúsund. Verðmat íbúðarinnar hækkar svo um milljón vegna framkvæmdanna sem eigandinn fær í vasann þegar hann selur – en þá vill ríkið fá 20% af þeirri hækkun til sín í formi fjármagnstekjuskatts, þó tekinn hafi verið 24% skattur af efninu og 14% af vinnunni (að teknu tilliti til 60% endurgreiðslunnar) sem orsökuðu þessa milljón krónu hækkun til að byrja með. Einstaklingur sem setur tvær milljónir í viðhald fasteignar og fær eina milljón af því til baka í formi hækkaðs íbúðarverðs þarf þá að greiða samtals 520 þúsund í skatt af allri æfingunni.

Þannig rukkar ríkið skatt af fasteignum og viðhaldi þeirra bæði eins og um fjárfestingu sé að ræða, og neysla. Það er auðvitað ríkinu líkt, en alls ekki sanngjarnt. Svona skattpíning er sjálfsagt ekki til þess fallin að hvetja eigendur fasteigna til þess að hugsa vel um eignir sínar, þó slíkt sé beinlínis bundið i lög.

Nú er því lag að hætta að kalla þessa sjálfsögðu skattaundanþágu „átak“ og festa það varanlega í sessi að ekki sé innheimtur virðisaukaskattur af viðhaldi á sparibauki Íslendinga. Efniskaup og vinna hönnuða og verktaka við fasteignir í eigu einstaklinga ætti að vera með öllu laus við allan virðisaukaskatt, að eilífu, alltaf.

Fordæmið er til staðar og Skatturinn tilbúinn með útfærsluna og eyðublöðin. Það er engin afsökun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
EyjanFastir pennar
08.12.2024

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
EyjanFastir pennar
07.12.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
EyjanFastir pennar
28.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
27.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
21.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
19.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?