fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Þjóðverjar eiga sérstakt vopn gegn ógnunum Rússa gegn Úkraínu en hika við að beita því

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 16:00

Hér sést Nord Stream 2 á skjá bak við starfsfólk Gazprom sem á leiðsluna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar reyna nú að miðla málum í deilum Rússlands og Úkraínu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra, fór á þriðjudaginn til Úkraínu og Rússlands og ræddi við ráðamenn. Hún hvatti Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, til að leita diplómatískra leiða til að leysa deiluna og benti á að ef Rússar ráðast á Úkraínu muni þeir verða beittir hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum. Hún sagði að Þjóðverjar séu tilbúnir til að eiga alvarlegar viðræður við Rússa til að auka öryggið í Evrópu. En hún var einnig með hugsanlegt vopn með í för, vopn sem er hægt að nota til að þrýsta á Rússa.

Hún hefur sjálf lengi verið talsmaður þess að þetta vopn verði notað en Olaf Scholz, kanslari, hefur verið því mótfallinn en á þriðjudaginn opnaði hann á möguleikann á beitingu þess að sögn Danska ríkisútvarpsins (DR).

Vopnið sem um ræðir er gasleiðslan Nord Stream 2 sem mun flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Leiðslan er tilbúin til notkunar en enn vantar samþykki þýskra yfirvalda fyrir að taka hana í notkun. Leiðslan mun tvöfalda gassölu Rússa til Þjóðverja.

Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort Þjóðverjar geti virkilega opnað fyrir leiðsluna ef Rússar ráðast á Úkraínu. Fjöldi annarra vestrænna ríkja hefur sagt að það geti þeir ekki, þar á meðal Bandaríkin. Gasleiðslan mun auka tök Rússlands á Evrópu, sem eru sterk fyrir, að mati þeirra sem vilja ekki að leiðslan verði tekin í notkun. Þessu er Annalena Baerbock sammála. Þegar hún var rétt svo sest í stól utanríkisráðherra í desember sagði hún að ef staðan á landamærum Rússlands og Úkraínu versni verði leiðslan ekki tekin í notkun.

Scholz hafði allt þar til á þriðjudaginn hafnað þessari hugmynd og sagt leiðsluna vera „einkaframtak“. En á fréttamannafundi á þriðjudaginn var hann spurður út í leiðsluna og hugsanlegt stríð og þá opnaði hann á möguleikann á að Þjóðverjar muni ekki heimila notkun leiðslunnar.

Það verður dýrt fyrir Þjóðverja að láta leiðsluna vera ónotaða því þeir hafa þörf fyrir gasið, ekki síst í ljósi hækkandi orkuverðs og þess að þeir eru að draga úr kolanotkun sinni og notkun kjarnorku. En það mun einnig verða dýrt fyrir Rússa ef leiðslan verður ekki tekin í notkun. Gazprom hefur eytt miklum fjármunum í lagningu hennar og tekjur þeirra af gassölu munu verða miklu minni en áætlað hefur verið ef leiðslan verður ekki tekin í notkun.

Á fréttamannafundi á þriðjudaginn sagði Lavrov að hann hefði gert Þjóðverjum ljóst að engin pólitík tengist gasleiðslunni og það geti komið þeim í koll að tengja leiðsluna við pólitík. Baerbock sagði rétt að rússneskt gas sé mikilvægt fyrir Evrópu en það muni hafa „viðeigandi afleiðingar“ fyrir Nord Stream 2 ef Rússar nota orkumál sem vopn. Hún sagðist einnig eiga erfitt með að líta á veru 100.000 rússneskra hermanna við úkraínsku landamærin sem annað en ógn, þeir væru ekki þar að ástæðulausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund