Ástæðan er að Kólaskaginn er heimabær nokkurra af öflugustu vopnum Rússa, þar á meðal háþróaðra ofurhljóðfrárra eldflauga. Einnig er rússneski kjarnorkukafbátaflotinn með heimahöfn á skaganum.
Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Vladímír Pútín, forseti, að rússneski herinn hefði gert vel heppnaðar tilraunir með ofurhljóðfráar eldflaugar af Tsirkon gerð. Þær séu nú tilbúnar til notkunar og verði úthlutað til norðurflotans, bæði skipa og kafbáta.
Jótlandspósturinn segir að tilraunaskotin hafi farið fram í Barentshafi og að eldflaugar af þessari geti náð til margra skotmarka í Noregshafi, á milli Noregs, Svalbarða og Íslands, á aðeins 10-15 mínútum. NATO er með margvísleg mannvirki á þessum slóðum og löndum.
Ofurhljóðfráar eldflaugar fljúga á fimm földum hljóðhraða hið minnsta og geta flogið í lítilli hæð og breytt stefnu sinni hvað eftir annað. Þær geta borið kjarnaodda og rússneskir hernaðarsérfræðingar segja að þær komist auðveldlega í gegnum varnir bandarískra og breskra flugmóðurskipa.