fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Eyjan

Hafði ekki sést árum saman – Sendir skýr skilaboð til Kína og Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. janúar 2022 11:30

USS Nevada í höfn á Guam. Mynd:US Navy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lagðist bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Nevada í höfn bandaríska sjóhersins á Guam í Kyrrhafi. Hann hafði ekki sést utan heimahafna sinna í Bandaríkjunum árum saman. Mikil leynd hvílir yfir ferðum og verkefnum USS Nevada og 13 annarra kjarnorkukafbáta af svokallaðri Ohiogerð. Þeir eru kjarnorkuknúnir og búnir 20 Trident eldflaugum sem bera kjarnorkuvopn.

CNN bendir á að það sé engin tilviljun að USS Nevada hafi lagst við bryggju á Guam, með því sé verið að senda Kína og Norður-Kóru skýr skilaboð um mátt bandaríska hersins. Spenna hefur farið vaxandi á milli Bandaríkjanna og Kína síðustu misseri og eldflaugabrölt Norður-Kóreu hefur einnig aukið spennuna í Asíu. Kafbátur af þessari tegund kom síðast til Guam 2016 og þar áður á níunda áratugnum, svo þeir eru sjaldséðir utan heimahafna sinna.

USS Nevada í höfn á Guam. Mynd:US Navy

 

 

 

 

 

 

 

Kafbátar af Ohiogerð eru venjulega í leynilegum verkefnum í heimshöfunum og ekkert er gefið upp um staðsetningu þeirra.  Thomas Shugart, fyrrum kafbátaskipstjóri hjá bandaríska sjóhernum og núverandi sérfræðingur hjá Center for a New American Security, sagði að með því að láta USS Nevada birtast á Guam sé verið að senda „skilaboð.“ „Við getum komið 100 kjarnaoddum fyrir á þröskuldinum hjá þér og þú veist ekki af því og getur ekki gert mikið við því,“ sagði hann í samtali við CNN.

Ferðir og verkefni hinna 14 kafbáta af Ohiogerð eru alltaf leynileg og vel er passað upp á allar upplýsingar um kafbátana og ferðir þeirra. Þeir fara venjulega í 77 daga ferðir um heimshöfin áður en þeir koma í heimahafnir sínar í Bangor í Washington eða Kings Bay í Georgíu til viðhalds, áhafnaskipta og birgðatöku.

Í yfirlýsingu frá bandaríska sjóhernum segir að koma USS Nevada til Guam tengist skuldbindingum Bandaríkjanna við þennan heimshluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“