fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Norðmenn og Svíar efla viðbúnað sinn vegna aukinnar ógnar frá Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 15:00

Sænskir hermenn við gæslu á Gotlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Norðmenn og Svíar hafa að undanförnu styrkt varnir sínar vegna þess sem þeir telja vera vaxandi ógn sem löndunum stafar af frá Rússlandi. Bæði löndin telja að þeim stafi meiri ógn en áður af Rússlandi og tengja það við málefni Úkraínu en Rússar hafa safnað miklu herliði við úkraínsku landamærin og telja margir að þeir ætli að ráðast inn í landið.

Um miðjan mars hefst stærsta heræfingin, síðan kalda stríðinu lauk, norðan heimskautsbaugs en þá munu 35.000 hermenn frá 28 NATO-ríkjum æfa hvernig NATO mun koma Norðmönnum til aðstoðar ef á þá verður ráðist og dylst fáum að þar er átt við rússneska árás. Æfingin heitir „Operation Cold Respons“ og mun að mestu snúast um aðgerðir úr lofti og á sjó.

Jótlandspósturinn segir að Bandaríkin og Bretland sendi flugmóðurskip til  æfingarinnar auk tilheyrandi flotadeilda. Bandaríska flugmóðurskipið USS Harry S. Truman tekur stefnuna til Noregs um miðjan febrúar til að taka þátt í æfingunni en skipið er nú í austanverðu Miðjarðarhafi vegna stöðunnar í Úkraínu.

Æfingin hefur verið lengi í undirbúningi og er ekki bein afleiðing af spennunni á úkraínsku landamærunum.

Svíar eru ekki aðilar að NATO en eiga í margvíslegu samstarfi við bandalagið. Hin aukna ágengni Rússa í nærumhverfi sínu virðist vera að ýta Svíum nær aðild að NATO en þar í landi eru margir, sem hafa verið mótfallnir aðild, farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega þurfi Svíar að sækja um aðild að bandalaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni