„Við höfum ákveðið að láta Úkraínu hafa létt skriðdrekavopn,“ sagði Ben Wallace, varnarmálaráðherra, í breska þinginu á mánudaginn. Hann skýrði ekki nánar frá hvaða tegund af vopnum um er að ræða eða hversu mikið af þeim var sent til Úkraínu.
Breskir fjölmiðlar segja að líklega sé um vopnakerfið NLAW að ræða en það er háþróað og eitt skot getur eyðilagt skriðdreka úr 800 metra fjarlægð og skotin bora sig í gegnum 500 mm þykka brynvörn. Það vegur 12,5 kíló og heldur notandinn því upp að öxl sinni þegar hann skýtur. Einn hermaður getur séð um það.
Vopnin komu til Úkraínu á mánudaginn ásamt litlum hópi breskra hermanna sem á að kenna úkraínsku hermönnum hvernig á að nota vopnið.
Wallace sagði að ekki væri um árásarvopn að ræða og það ógni Rússum ekki en Úkraínumenn geti notað það til að verja sig.