Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að málið snúist um afhendingu á orku frá 1. febrúar til 1. júní umfram það sem raforkuframleiðendur hafa skuldbundið sig til að afhenda. Orkustofnun óskaði eftir upplýsingum frá raforkuframleiðendum um framleiðslugetu þeirra og hvort þeir geti brugðist við yfirvofandi orkuskorti. Segir stofnunin að spurt sé að þessu „svo komast megi hjá að rafkyntar hitaveitur á köldum svæðum þurfi að nota olíu í stað umhverfisvænnar raforku,“ en Morgunblaðið er með bréfið undir höndum.
Það er mikil eftirspurn eftir raforku um þessar mundir og vatnsstaða í miðlunarlónum slæm og hjá sumum framleiðendum er framleiðslugetan skert.
Orkustofnun kallar jafnframt eftir hugmyndum og tillögum sem geta stuðlað að betri nýtingu á raforkukerfinu og hraðari orkuskiptum.