fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Sigmundur segir almenning vilja kyrrstöðu og kjósa hana yfir sig

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 07:50

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Endurnýjuð ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður kyrrstöðustjórn, enn sem fyrr, af ástæðum sem rekja má til eðlilegra átaka milli þeirra ólíku stjórnmálaflokka sem mynda hana, en einnig vegna einsleitni þeirra, því það sem sameinar þá er aðdáun á óbreyttu kerfi,“ segir í upphafi leiðara Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Hann segir að þar sem kyrrstöðustjórn sé við völd verði ekki hreyft við krónunni á næstu árum og skipti þá engu hversu illa hún leiki heimili og fyrirtæki landsins. Hún sé völd að mestu álögum Íslandssögunnar, að árið 2019 hafi skattar á einstaklinga verið 190 milljarðar en það sama ár hafi krónuskatturinn verið 180 milljarðar. „Þess vegna verður engu breytt sem truflað getur fokríka kvótakónga,“ segir hann.

Hann segir síðan að markaðsleiðin sé eins og áður eitur í beinum ríkisstjórnarflokkanna. „Fimm prósenta árleg leiga af auðlindinni, jafngildi 60 milljarða, þykir skattpíning í tilviki auðugustu landsmanna,“ segir hann og bætir við að áfram verði rekin fátæktarstefna í landbúnaði. Grænmetisbændur muni ekki fá aðstoð í formi lægra raforkuverðs, það standi aðeins erlendum auðhringum, sem reka álver hér á landi, til boða.

Hann rekur síðan hin ýmsu mál sem ríkisstjórnin mun tryggja óbreytt ástand í með ýmsum hætti. „Ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki einir hræddir við breytingar, almenningi til hagsældar og aukinna réttinda. Það er nefnilega almenningur sem kýs þessa flokka í ríkari mæli en önnur öfl. Hann vill kyrrstöðu. Og hann fær kyrrstöðu,“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris