fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 20:00

Jóhann Páll Jóhannsson - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir síðustu ríkisstjórn hafi brotið gegn Evrópureglum með lögum sem hún „þröngvaði“ í gegnum þingið á einum degi.

Í upphafi ræðunnar segir Jóhannes frá merkilegu bréfi sem ríkisstjórninni barst en hann hafði ekki séð neitt á bréfið minnst á vefsíðu Stjórnarráðsins.

„Virðulegi forseti. Ríkisstjórn Íslands er eins og gengur með her upplýsingafulltrúa á sínum snærum sem eru duglegir að færa okkur fréttir af því sem ráðherrar og ríkisstjórn eru að brasa hverju sinni. Eitt er það þó sem ég hef hvergi séð minnst á á vef Stjórnarráðsins og það er athyglisvert bréf frá Brussel sem barst núna 15. desember,“ sagði Jóhannes í ræðustól Alþingis í dag.

Jóhann sagði þá að í umræddu bréfi staðfesti Eftirlitsstofnun EFTA að íslenska ríkið hafi brotið gegn átta greinum í reglum EES-samningsins um mat á umhverfisáhrifum. „Ríkisstjórnin á síðasta kjörtímabili þröngvaði hér í gegnum þingið á einum degi lögum sem veittu ráðherrum rétt til að gefa út rekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja án þess að fullnægjandi umhverfismat hefði farið fram. Þarna var brotið gegn grundvallarprinsippum Árósarsamningsins, brotið gegn Evrópureglum um lýðræðislegan rétt almennings til að hafa eitthvað um það að segja hvernig gengið er um náttúruna og landið okkar,“ sagði hann.

„Það er umhugsunarvert að hér eru það stofnanir Evrópusamstarfsins sem taka upp hanskann og verja þennan rétt almennings meðan íslenskir stjórnmálamenn voru í því hlutverki að traðka á þeim rétti með geðþóttaákvörðunum og með sértækri lagasetningu sem gekk algerlega í berhögg við viðurkenndar leikreglur um mat á umhverfisáhrifum sem við og nágrannaþjóðir okkar eigum að styðjast við.“

Undir lok ræðu sinnar sagði hann að ríkisstjórnin væri með frest til 15. mars til þess að laga málið. „Annars getum við átt von á því að Ísland verði enn einu sinni dregið fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að brjóta gegn reglum um mat á umhverfisáhrifum,“ segir hann.

„Ég treysti því að gerð verði bragarbót á þessu og vona innilega að nýr hæstv. umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, beri meiri virðingu fyrir rétti almennings til aðkomu að ákvörðunum sem fela í sér röskun á náttúrunni heldur en forveri hans, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar