Jón Steinar segir síðan að stjórnvöld séu að reyna að hefta útbreiðslu veiru með því að beita sóttkví eða einangrun og sé ekki einu sinni skilyrði að viðkomandi sé með veiruna í sér, nóg sé að hann hafi hitt einhvern sem er með hana í sér.
„Fyrir liggur að veiran sem um ræðir veldur ekki veikindum, eða svo litlum og hjá svo fáum að engu máli skiptir,“ segir Jón og bætir við að það sé síðan sóttvarnalæknir sem taki ákvarðanir um þetta og þori stjórnmálamennirnir ekki annað en að hlýða honum. Segir hann að það skipti engu máli að með þessum tilgangslausu ákvörðunum verði fjöldi fólks fyrir alvarlegu tjóni og nefnir þar drykkjuskap, heimilisofbeldi, sjálfsvíg og gjaldþrot.