Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í tilkynningu frá úkraínska utanríkisráðuneytinu.
Á heimasíðu ráðuneytisins voru um stund skilaboð á úkraínsku, rússnesku og pólsku þar sem stóð: „Úkraínumenn! Það er búið að eyða öllum persónulegum gögnum ykkar og það er ekki hægt að endurheimta þau. Allar upplýsingar um ykkur hafa verið gerðar opinberar. Verið hrædd og búið ykkur undir það versta.“
Nú birtast bara skilaboð um að síðan sé ekki aðgengileg.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að enn væri of snemmt að slá nokkru föstu um hver standi að baki árásinni en mörg dæmi séu um netárásir Rússa á Úkraínu á síðustu árum.