fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Frosti Sigurjóns varar við bólusetningum barna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. janúar 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, var gestur í nýbirtum hlaðvarpsþætti Harmageddon þar sem hann færði rök fyrir því að bólusetningar 5-11 ára barna gegn Covid-19 væru ótímabærar. Frosti bættist þar í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa bólusetningarverkefni íslenskra heilbrigðisyfirvalda.

Benti Frosti á að engin rannsókn hafi sýnt fram á að Comirnaty, bóluefnið sem íslensk heilbrigðisyfirvöld ætla að veita 5-11 ára börnum og flestir þekkja undir nafn framleiðandans Pfizer, veiti vörn gegn Omicron afbrigði veirunnar. Sú rannsókn sem Lyfjastofnun byggi skilyrta markaðsleyfið sitt á, náði ekki til Omicron afbrigðisins enda var það afbrigði ekki komið fram þegar rannsókn lauk. Notkun Comirnaty gagnvart Omicron verði því ekki réttlætt með rannsókn sem ekki fjallaði um það afbrigði að mati Frosta.

Ríma þessar yfirlýsingar Frosta við efni kæru sem Samtökin frelsi og ábyrgð sendu Heilbrigðisráðuneytinu vegna ákvörðunar Lyfjastofnunar um að veita bóluefninu skilyrt markaðsleyfi. Kærunni var vísað frá ráðuneytinu sem tók þar af leiðandi ekki efnislega afstöðu til hennar.

Jafnvel áður en Omicron afbrigðið tók yfir, segir Frosti að sérfræðingar víða um heim hafi bent á að of takmörkuð gögn lægju fyrir til að hægt væri að fullyrða að gagnsemi bóluefna gegn Covid væri meiri en áhættan af bóluefninu. Stjórnvöld í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi hafa þegar tilkynnt að bóluefni gegn Covid verði ekki í boði fyrir hraust börn, en börn í sérstökum áhættuhópi geti fengið slík bóluefni.

Frosti segir erlendar rannsóknir og gögn frá löndum þar sem Omicron hefur náð útbreiðslu, sýna að fólk, fullbólusett með Comirnaty og öðrum bóluefnum, smitast ekki síður af Omicron en óbólusett fólk. Framleiðandi Comirnaty hefur viðurkennt að þörf er á nýju bóluefni vegna Omicron. Það bóluefni er hins vegar í þróun og verði tilbúið í mars.

Frosti bendir á að á fylgiseðli með Comirnaty fyrir 5-11 ára, sé langur listi yfir aukaverkanir, svo sem lömun í andliti, ofsakláða, þrota, alvarleg ofnæmisviðbrögð, bólgu í hjartavöðva og/eða gollurhúsi umhverfis hjarta, rauðir flekkirá húð auk stækkana á eitlum, verks í handlegg, svefnleysi og vanlíðan. Þess er getið að hætta á hjartabólgum er meiri við seinni skammt en þann fyrri. Þessi listi yfir aukaverkanir sé hins vegar ekki tæmandi að sögn Frosta því rannsókn á öryggi bóluefnisins fyrir 5-11 ára börn lýkur ekki fyrr en árið 2026.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa hingað til ávalt haldið því fram að líkurnar á þessum aukaverkunum séu litlar og að mun meiri líkur séu á að veikjast af veirunni en af bóluefnunum.

Vegna smithraða Omicron segir Frosti að reikna megi með að stór hluti barna smitist og myndi náttúrulegt ónæmi áður en bólusetningu lýkur. Náttúrulegt ónæmi er talið endingarbetra en ónæmi eftir bólusetningu, að sögn Frosta. Ljóst er að börn með nýfengið náttúrulegt ónæmi gegn omicron hafa því ekki gagn af bólusetningu, aðeins mögulegan skaða, bætir hann við.

Frosti segir að hér á landi hafi um fjögur þúsund börn á aldrinum 5-11 ára greinst með Covid. Ekkert þeirra hafi þurft á innlögn að halda enda sýni rannsóknir að sjúkdómurinn er mildastur í þessum aldurshópi. Lyf gegn svo mildum einkennum verða því að vera mjög örugg og laus við alla óvissu, því minnsti skaði þurrki út allan ábata af lyfjagjöf.

Heyra má viðtalið við Frosta Sigurjónsson í heild sinni á hlaðvarpsveitunni Tal, þar sem kaupa má áskrift að Harmageddon hlaðvarpi þeirra Frosta og Mána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Í gær

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni